- Advertisement -

Kreppan er grimm og líka fátæktin

Kreppan er grimm og það er fátæktin líka

„Kreppan er grimm og það er fátæktin líka,“ sagði Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, við stefnuræðu forsætisráðherra.

„Það er athyglisvert að í fyrsta skipti í kvöld kemur fram hugtakið fátækt. En staðreyndin er sú að hér erum við að horfa upp á gjána verða æ dýpri og æ gleiðari á milli ríkra og fátækra. Í boði ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur og Vinstri grænna hefur fátæktin vaxið í takt við áfallið sem við erum að verða fyrir af völdum þessarar veiru. Og hvað sjáum við? Hvað sjáum við, kæru landsmenn? Við sjáum lengri raðir fyrir framan hjálparstofnanir þar sem fólk er að biðja um mat, þar sem svangir biðja um mat,“ sagði Inga.

Hún endaði ræðu sína með því að rifja upp fyrri orð Katrínar Jakobsdóttur nú forsætisráðherra:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Mig langar að lokum að nefna eitt. Þann 13. september árið 2017 stóð hæstvirtur forsætisráðherra, þá þingmaður, í þessu ræðupúlti hér og hvað sagði hún við ykkur, kæra þjóð? Það að láta fátækt fólk bíða eftir réttlæti, það þýðir það sama og að neita því um réttlæti. Og hvað er það sem við horfum upp á í dag? Við horfum upp á nákvæmlega það að þegar þessi ágæti þingmaður situr nú við stýri forsætisráðherra í þessari ríkisstjórn þá láta þau fátækt fólk bíða eftir réttlæti.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: