- Advertisement -

Kreppir harða stálhnefann

Skjáskot: Silfrið. Samsetning: Miðjan.

Flokkarnir hafa gert með sér samkomulag að sitja áfram í ríkisstjórn. Áður en stjórnin er kynnt hefur helsti hugmyndafræðingur Sjálfstæðisflokksins kveðið sér hljóðs. Nú er um að gera að stuðningsfólk Katrínar og Vinstri grænna lesi:

„Auk­in út­gjöld til heil­brigðismála, verk­efna­tengd fjár­mögn­un mik­il­væg­ustu stofn­ana, skila sam­fé­lag­inu mestu ef það tekst að nýta kosti einkafram­taks­ins og tryggja samþætt­ingu og sam­vinnu sjálf­stætt starf­andi aðila og hins op­in­bera í heil­brigðisþjón­ustu. Hið sama á við víðar, ekki síst í mennta­kerf­inu.“

Þessi orð Óla Björns Kárasonar hefðu einhvern tíma farið þversum í Vg-liða. Sjallarnir fá heilbrigðisráðuneytið. Og munu hefjast handa fljótt og af krafti.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Óli Björn er ekki viss um að flokkarnir muni lifa í hamingjusömu samstarfi:

„Ég veit að það mun oft reyna á þolrif­in í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu, jafn­vel meira en á síðasta kjör­tíma­bili. Þá skipt­ir miklu að missa ekki sjón­ar af mark­miðunum – gleyma ekki hug­mynda­fræðinni í þeirri full­vissu að þol­in­mæði og út­hald eru nauðsyn­leg til að vinna að fram­gangi hug­sjóna.“

Þetta orðasalat segir okkur að oft voru átök á síðasta kjörtímabili. Og svo verður áfram.

Eina krafa Katrínar og hennar flokks virðist vera að hún verði áfram forsætis.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: