- Advertisement -

Kristrún sneiddi enn eina hindrunina af Samfylkingunni svo hún gæti myndað ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum

Formennirnir fyrrverandi, Össur Skarphéðinsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir:
Það er þá orðið að ljóst að við sem heyrðum stefnubreytinguna heyrum ágætlega og höfum þokkalegan skilning á pólitík. Þau sem andmæltu okkur eru hins vegar pólitískt ólæs, geta varla stafað sig í gegnum það sem ætti að vera öllum augljóst.

Gunnar Smári skrifaði þessa grein og hér er tekið undir hvert orð:

Stjórnmál Fyrir nokkrum dögum var okkur, sem heyrðum Kristrúnu Frostadóttur tilkynna U-beygju Samfylkingarinnar í innflytjendamálum, tilkynnt af hirð hennar að við heyrðum vitlaust. Ólafur Þ. Harðarson mætti meira að segja í Ríkissjónvarpið til að skera úr um að það sem við heyrðum sem stefnubreytingu hafi alls ekki verið stefnubreyting. Og fyrrum Samfylkingarformenn, Ingibjörg Sólrún og Össur, sökuðu okkur sem heyrðum breytinguna um að oftúlka orð Kristrúnar. Hér má hins vegar heyra helstu málpípu Kristrúnar í flokknum, í raun eina þingmann Nýrrar Samfylkingar fyrir utan Kristrúnu sjálfa (aðrir eru á dauðalista formannsins) tilkynna þjóð og þingheimi að Samfylkingin sé nákvæmlega sömu skoðunar og Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur í innflytjendamálum. Það er þá orðið að ljóst að við sem heyrðum stefnubreytinguna heyrum ágætlega og höfum þokkalegan skilning á pólitík. Þau sem andmæltu okkur eru hins vegar pólitískt ólæs, geta varla stafað sig í gegnum það sem ætti að vera öllum augljóst.

Kristrún Frostadóttir var að sneiða enn eina hindrunina af Samfylkingunni svo hún gæti myndað ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. ESB er farið, evran, fyrning kvótans, stjórnarskráin og nú mannúðin, sem samkvæmt Kristrúnu og Jóhanni Páli er hvorki raunsæ né ábyrg. Þetta er mögnuð yfirlýsing frá flokki sem á fjarlægar rætur í mannúðarhreyfingu sósíalista. Héðan í frá er óþarft að skilgreina Samfylkinguna til vinstri, hún er komin svo langt til hægri að hún er ekki einu sinni miðjuflokkur lengur, nema þá í skilningi Miðflokksins. Tony Blair er upprisinn. Guð forði þjóðinni frá að kjósa þetta yfir sig.

…eru að útmála um 20% landsmanna sem óvini þjóðarinnar.

Þau rök Mið- og Sjálfstæðisflokkanna sem Kristrún fellst á eru þvæla. Veik grunnkerfi og innviðir eru staðreynd. En þessi kerfi eru ekki veik vegna hælisleitenda. Það mun því ekki styrkja neitt kerfi þótt þrengt verði að fjölskyldusameiningu þess fólk sem neyðst hefur að flýja heimahaga sína. Það mun ekki styrkja íslenska innviði neitt þó einhverjar reglur í hælisleitendamálum verði breytt. Loforðið um að þessi herðing muni bæta innviði og grunnkerfi er tóm þvæla. Vandinn er fólksfjölgun upp á um 25 þúsund manns auk gríðarlegrar fjölgunar ferðamanna án þess að stjórnvöld hafi gert neitt til að styrkja innviði. Það mun ekkert bæta þá þótt 30-40 manns verði vísað af landinu nokkrum vikum fyrr en ella né að 5-6 flóttamenn þurfi að bíða ári lengur eftir sameiningu við fjölskyldur sína. Það er ekki álag vegna hælisleitenda sem er að kaffæra innviði og grunnkerfin. Það er langvarandi vanræksla og sjúklegt fyrirhyggjuleysi stjórnvalda, sem geta ekki axlað ábyrgð heldur finna sér blóraböggull fyrir eigin skömmum í því vesalings fólks sem hingað leitar eftir skjóli og vernd.

Hvað ætlar Kristrún að gera þegar búið að þrengja þessi lög og ekkert batnar í grunnkerfunum? Ætlar hún þá að halda áfram að kenna innflytjendum um? Eins og Miðflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn munu örugglega gera? Þessi þrír flokkar, með stuðningi Flokks fólksins, eru að útmála um 20% landsmanna sem óvini þjóðarinnar.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: