- Advertisement -

Kristrún talar mest um sjálfa sig

Í viðtali við Kolbrúnu Bergþórsdóttir blaðamann Moggans um síðustu helgi notaði Kristrún Frostadóttir fyrstu persónufornafn eintölu oftar en vanalega sést í viðtölum. Hún sagði reyndar við, okkar og okkur 29 sinnum en ég, mig, mér, mín 93 sinnum. Fyrstu persónufornöfnin voru 22 hvert orð í textanum sem var hafður eftir Kristrún.

Hvernig lítur svona texti út? Hér eru tvær málsgreinar úr viðtalinu:

Ég hef það ekki. Þetta er meira fylgi en ég bjóst við á svo skömmum tíma. Ég vona svo innilega að þetta sé ánægjufylgi með Samfylkinguna en ekki bara óánægjufylgi með ríkisstjórnina, þótt ég viti að þetta blandist alltaf saman. Ég held að við eigum meira inni en við erum ekki búin að toppa verklega séð. Ég er ekki búin að gera það sem ég ætlaði mér að gera, ég er rétt að byrja. Þessar skoðanakannanir eru ákveðinn áttaviti sem segir að maður sé að fara í rétta átt.

Ég er til í að fá þetta kjörtímabil til að vinna í stefnumálum okkar í Samfylkingunni. Ég vil ekki komast í ríkisstjórn vegna þess að allt hafi sprungið í loft upp hjá núverandi ríkisstjórn með tilheyrandi óreiðu og reiði. Ég vil komast til valda á þeim forsendum að við í Samfylkingunni séum tilbúin og fólk vilji fara í verkefnið með okkur. Mér finnst allt í lagi að fá aðeins minna fylgi í kosningum meðan allir sem kjósa mig vita hvar ég stend, hvað ég er að fara að gera og treysti mér til verka. Ég vil ekki vera í kosningabaráttu með útblásin loforð til þess að fá meira fylgi á akkúrat réttum tíma og sjá það svo falla um leið og ég geng í ríkisstjórn. Ég hef engan áhuga á að fara í ríkisstjórn og fá ráðherratitil vegna fylgis sem ég get ekki staðið undir. Það myndi ekki bara gera mína arfleifð afleita heldur líka flokksins.“

Þessi mikla notkun Kristrúnar á ég en lítil notkun á við stuðar margt Samfylkingarfólk, sem finnst Kristrún láta eins og leiðtogi í breskum eða bandarískum flokki. Þar tíðkast að flokkarnir kjósa sér leiðtoga sem síðan marka ekki aðeins taktík heldur stefnu flokksins og raða sínu fólki í allar lykilstöðu. Þetta er ekki hefðin á Íslandi né í flestum Evrópulanda. Þar móta stofnanir flokksins stefnu og áherslu. Það er síðan hlutverk forystufólksins að vinna eftir þeim línum.

Þrátt fyrir gott gengi Samfylkingarinnar í könnunum og gleði flokksfólks með það, má vel merkja vaxandi pirring gagnvart því hvernig Kristrún umgengst vald sitt í flokknum. Þetta mátti heyra strax eftir landsfundinn, þar sem Kristrún hélt ræðu þar sem hún túlkaði kjör sitt sem formanns sem að flokkurinn hafi kosið hennar stefnu. Sem væri stefnubreyting, meðal annars í málum sem flokkurinn hefur lagt mikla áherslu á á undanförnum árum; nýja stjórnarskrá og umsókn um aðild að Evrópusambandinu.

Eftir því sem verðbólgan geisar lengur og Seðlabankinn hækkar vexti meira hafa hörðustu Evrópusinnarnir í flokknum átt erfiðara með að fela óánægju sína. Eins og áður þegar verðbólga eykst vilja þeir nota þá stöðu til að hamra á inngöngu í Evrópusambandið og upptöku evru, svipað og Viðreisn hefur gert undanfarnar vikur.

Viðreisn hefur ekki aukið fylgi sitt eftir að Samfylkingin hætti að leggja áherslu á Evrópusambandsins. Það getir því reynst Evrópusinnum innan Samfylkingarinnar erfitt að knýja á um umsókn innan flokksins, þvert á vilja vinsæls og fengsæls formanns.

Gunnar Smári skrifaði greinina á Samstodin.is. Fyrirsögnin er Miðjunnar.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: