- Advertisement -

Kyrrstaðan hefur verið kyrfilega rofin

Hér var einfaldlega við lýði slök hagstjórn þeirrar ríkisstjórnar sem setið hafði frá 2017.

Þórður Snær Júlíusson.

„Efnahagslegur stöðugleiki er á Íslandi. Örugg skref hafa verið stigin í rétta átt til að ná honum. Leyst hefur verið úr erfiðum málum og mikilvægar kerfisbreytingar boðaðar. Hallalaus fjárlög og fjárfestingaátak til að vinna á mörg hundruð milljarða króna innviðaskuld eru framundan. Ráðist verður í hagræðingu án þess að þjónusta verði skert og viðbótartekjur sóttar á breiðustu bök samfélagsins til að fjármagna þennan árangur. Samhliða hefur verðbólga hjaðnað og vextir lækkað jafnt og þétt. Almenningur mun finna fyrir þessu í veskinu, í bættri þjónustu og meira öryggi,“ þannig hefst nýjasta grein Þórðar Snæs Júlíussonar, á vefsíðunni Kjarnyrt.

„Verðbólga í dag er 3,8 prósent. Hún lækkaði milli mánaða, er undir efri mörkum Seðlabankans og er nú heilu prósentustigi lægri en hún var þegar ný ríkisstjórn tók við í desember. Verðbólgan fór í fyrsta sinn undir fjögur prósent í mars í rúmlega fjögur ár. Ný spá Seðlabankans gerir ráð fyrir því að verðbólga verði í kringum fjögur prósent út þetta ár en fari svo að hjaðna í átt að 2,5 prósenta markmiði bankans á árinu 2026. Ekkert skilar fleiri krónum í vasa þeirra sem skulda húsnæðislán en lækkun vaxta og hóflegri verðbólga. Um er að ræða margra milljarða króna tilfærslu í veskið til þeirra árlega, enda vaxtagjöld heimila 121 milljarður króna í fyrra. Þau höfðu þá hækkað um 51 milljarð króna á síðasta kjörtímabili einu saman.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hin skiptin voru örlagaárin 2008 og 2009…

Nýjar tölur frá Hagstofu Íslands sýna að hagvöxtur á fyrsta ársfjórðungi var 2,6 prósent. Þessi vöxtur, sem varð á fyrstu mánuðum nýrrar ríkisstjórnar við völd, er miklu meiri en verið hefur og langt umfram spá Seðlabanka Íslands um 0,1 prósent vöxt á tímabilinu. Samhliða hefur árstíðarleiðrétt atvinnuleysi farið úr 5,5 í 3,3 prósent. Fleiri eru með vinnu.

Raunar var samdráttur í fyrra, sem þýðir að hagkerfið skrapp saman um 0,7 prósent. Það er í fjórða sinn á þessari öld sem það gerist að landsframleiðsla dregst saman innan árs. Hin skiptin voru örlagaárin 2008 og 2009, þegar Ísland glímdi við gríðarlegar afleiðingar bankahruns, og árið 2020, þegar efnahagslegu áhrifin af kórónuveirufaraldrinum komu fram af miklum krafti. Engin risavaxinn ytri áföll dundu yfir Ísland í fyrra. Hér var einfaldlega við lýði slök hagstjórn þeirrar ríkisstjórnar sem setið hafði frá 2017 og réðst í fjölda ófjármagnaðra skattalækkana sem skiluðu ekki tilætluðum vaxtaárangri, lét fjárfestingu reka á reiðunum þannig að uppsöfnuð innviðaskuld er nú talin vera hátt í 700 milljarðar króna og gat ekki komið sér saman um að sækja fjármuni til að brúa upp í þessi göt á breiðustu bök samfélagsins,“ skrifaði Þórður Snær framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: