- Advertisement -

Lágmarkslaun aldrei verið jafn há

Verðum að gera betur við menntafólk, segir Þorsteinn Víglundssson. „Það þarf að jafnaði 35 prósenta álag ofan á meðallaun verkamanns til að háskólamenntun borgi sig.“

Þingmaðurinn segir lágmarkslaun aldrei hafa verið hærri, hvað varðar hlutfall meðallauna.

„Á undanförnum árum hafa lægstu laun í landinu hækkað umtalsvert umfram meðallaun. Raunar höfum við náð þeim árangri að sennilega hafa lágmarkslaun í landinu sem hlutfall af meðallaunum aldrei verið jafn há,“ sagði Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins á Alþingi í dag.

„Það er vel út af fyrir sig en áhyggjuefni um leið að andhverfa þess birtist í því að menntun hefur aldrei gefið jafn lítið af sér í launum og nú er. Við erum að verða sú þjóð sem veitir hvað minnstan ávinning af menntun. Það er áhyggjuefni til lengri tíma litið. Við verðum að taka þetta inn í umræðuna um jöfnuð líka. Það verður að borga sig til lengri tíma litið fyrir heilbrigt samfélag að mennta sig,“ sagði hann.

Þorsteinn hélt áfram og sagði: „Það má ekki gleymast í því samhengi að fólk sem velur að ganga lengri menntaveg fórnar að meðaltali fimm til átta árum af ævitekjum sínum í þá menntun og verður auðvitað að hafa einhvern ávinning af því. Það þarf að jafnaði 35 prósenta álag ofan á meðallaun verkamanns til að háskólamenntun borgi sig, til að skila sömu ævitekjum og viðkomandi verkamaður hefur. Það er ágætt að hafa það í huga. Þessi ávinningur er rétt liðlega tuttugu prósent í dag. Það borgar sig ekki að mennta sig í íslensku samfélagi miðað við þann mælikvarða.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: