- Advertisement -

Landa yfir bryggjuna og leyna verðinu

Fiskkaupendur komast upp með að fela skilaverð á fiski. Þetta gerist sem sívaxandi útflutningi á óunnum fiski. Svo mikið er um þetta að fiskvinnslur og fiskmarkaðir eru í hættu.

Lilja Rafney Magnúsdóttir, Vinstri grænum og formaður atvinnuveganefndar Alþingis, segir  í Mogganum í dag, að fisk­ur sem fari beint í gáma sé ekki boðinn upp á fisk­mörkuðum. Lilja seg­ist þar hafa áhyggj­ur af stöðu fisk­markaða, minni út­gerðum sem treysti á markaðina og fisk­vinnslu­fyr­ir­tækj­um sem þurfi að geta reitt sig á fram­boð á fisk­mörkuðum til að geta haldið uppi starf­semi all­an árs­ins hring.

„Þetta sam­spil er mik­il­vægt og ef ein­hverj­ar stoðir bresta get­ur það haft áhrif víða. Þá er það líka áhyggju­efni ef rétt verð skil­ar sér ekki til sjó­manna þegar landað er yfir bryggju og fisk­ur er síðan seld­ur á allt öðru verði til þriðja aðila,“ seg­ir Lilja Raf­ney í Mogganum.

Meira úr Mogganum: „Megin­á­hyggju­efnið er þessi stór­aukni út­flutn­ing­ur og að fyr­ir­tæki á höfuðborg­ar­svæðinu séu kom­in til sög­unn­ar, án þess að tengj­ast fisk­vinnslu eða út­gerð og gera gagn­gert út á það að kaupa á mörkuðum til þess að flytja út óunn­inn fisk til vinnslu er­lend­is. Þar á meðal er land eins og Pól­land þar sem laun eru miklu lægri en á Íslandi, en á þenn­an hátt flyst verðmæta­sköp­un­in úr landi,“ seg­ir Lilja Raf­ney í Moggaviðtalinu.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: