- Advertisement -

Langdreginn leikþáttur Alþingis

Sigurjón Magnús Egilsson skrifar:

Allur þingheimur sameinast um þetta. Rétt eins og um stórkostlegar fjárveitingar til flokkanna.

„Líklega mun málið að lokum snúast um traust. Traust á stjórnmálum,“ segir í lok greinar sem Björn Leví skrifar í Moggann. Björn Leví er í hópi þingmanna sem „rannsakar“ meint kosningasvindl í Borgarnesi. „Sérfræðingar á sviði stjórnsýslu og stjórnskipunar hafa mætt á opna fundi nefndarinnar og farið yfir helstu atriðin sem þarf að hafa í huga – og álitaefnin þar eru fjölmörg,“ segir líka í greininni.

Einmitt. Traust á Alþingi og álitaefnin sem hafa legið fyrir lengi vel. Alþingi hefur ekkert gert til að laga þau. Alþingi vill hafa leiðir til hagræðingar. Jafnvel á kosningum. Allur þingheimur sameinast um þetta. Rétt eins og um stórkostlegar fjárveitingar til flokkanna.

Borgarnesmálið fær þann endi að ekkert verður gert. Nefndin mun ríka handbremsuna. Samtryggingin stjórnmálanna virkar þannig og mun gera. Seinni talningin mun gilda. Allt er þetta langdreginn leikþáttur sem er ekki til neins.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: