- Advertisement -

Leigusalinn neitaði að endurgreiða

„Pólskur maður sem býr hér á landi, fór með fjölskyldu sína til Póllands í sumarfrí síðasta sumar, og kom heim í ágúst. Við heimkomuna var honum tilkynnt að hann þyrfti að yfirgefa leiguhúsnæði sitt eins fljótt og hægt væri því selja ætti eignina á nauðungarsölu,“ þetta segir á vef Neytendasamtakanna.

Þar segir og: „Fjölskyldan fann strax nýtt húsnæði og flutti inn í það um miðjan ágúst. Eftir að maðurinn hafði skilað af sér húsnæðinu  neitaði leigusalinn að greiða til baka trygginguna sem nam tveggja mánaða leigu. Maðurinn leitaði því til Leigjendaaðstoðarinnar og eftir að haft var samband við leigusala bauðst hann til að endurgreiða hálfa trygginguna, eða sem nam mánaðarleigu. Því hafnaði skjólstæðingur okkar og bað um frekari aðstoð og var honum því hjálpað við að fylla út kæru til kærunefndar húsamála þar sem þess var krafist að tryggingin yrði endurgreidd að fullu ásamt vöxtum og endurgreiðslu á leigu fyrir seinni helming ágústmánaðar. Kærunefndin féllst á allar kröfur skjólstæðings okkar.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: