- Advertisement -

Lilja vill hvalrekaskatt á bankana, Bjarni segir nei

Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknar, hefur sagst vilja að hvalrekaskattur, verði lagður á bankana. Líkt og gert er á Ítalíu. Þar er ógnarhagnaður, sem verður til vegna mikils munar á innlánum og útlánum. Munurinn er ógnarmikill.

Reykjavík síðdegis á Bylgjunni náði tala af efnahags- og fjármálaráðherra. Sem virðist vera kominn úr fríi. Að vonum tekur Bjarni upp varnir þess sterkari, bankana núna.

„Þegar þetta tvennt er lagt saman þá verð ég að segja að við erum þegar með töluvert miklar kvaðir á íslenska bankakerfið. Ég leyfi mér að efast um það að ef við myndum koma með viðbótarskattlagningu á íslenska fjármálakerfið, að það væri til þess fallið að bæta hag heimilanna eða fyrirtækja í landinu í viðskiptakjörum. Ég sé ekki hvernig það ætti að vera,“ sagði Bjarni í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni.

„Þegar við skoðum þessa skatta og berum saman við þá skatta sem er verið að ræða um á Ítalíu, sem leggjast á hluta starfsemi bankanna þar, eins og þetta hefur verið kynnt, þá sýnist mér skattarnir hér heima líklega hærri. Nú erum við að tala um skatta sem eru sérstakir á íslensk fjármálafyrirtæki og eru þegar í gildi,“ sagði Bjarni í viðtalinu sem má hlusta á í heild sinni hér að neðan. 

Þú gætir haft áhuga á þessum

Nú er að sjá hvað verður. Líklegast er að vilji Bjarna verði ofan á.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: