- Advertisement -

Logi, Samherji og kosningarnar

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, spilar djarft þegar hann á Alþingi gagnrýnir Samherja hástöfum. Samherji er fyrirferðamikill í kjördæminu og eigendurnir eru Akureyringar, rétt eins og Logi. Áður hefur Loga vera hótað heima í héraði. Það gerði Þóroddur Bjarnason prófessor við Háskólann á Akureyri. Það var vegna afstöðu Loga um Reykjavíkurflugvöll.

„Áhugaverðast verður samt að sjá hvort þetta þessi innkoma Loga sem þóknanlegs formanns meðal samfylkingarfólks sunnanlands marki jafnframt endalok hans sem stjórnmálamanns norðanlands…,“ skrifaði Þóroddur á Facebook skömmu fyrir síðustu þingkosningar.

Það getur talist djarft að gagnrýna Samherja. Í Alþingi í gær sagði Logi:

„Í morgun birtust fréttir af því að norska fjármálaeftirlitið hefði sektað norska stórbankann DNB um að jafnvirði 6 milljarða íslenskra króna vegna slælegra varna bankans gegn peningaþvætti. Þetta tengist viðskiptum bankans við Samherja. Þetta þykir mjög stórt og alvarlegt mál í Noregi núna og er þungur áfellisdómur yfir þeirra helstu fjármálastofnun.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Víst er að Logi fær ekki gott fyrir hjá öllum kjósendum í Norðaustri. Þetta mál, sem og önnur, benda til að Samherjamálið verði eitt helsta kosningamálið í haustkosningunum.

-sme


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: