- Advertisement -

Lokað var á marga flugeldasala

Neytendastofa tók til þess ráðs að banna sölusíður margra flugeldasala.

Þetta voru síðurnar; Gullborg, Alvöru flugeldar, Súperflugeldar, Stjörnuljós.is, Flugeldakaup.is og Flugeldasala.is.

Tilboðsverð voru villandi eða upplýsingar vantaði á vefsíður fyrirtækjanna. Beindi Neytendastofa því til fyrirtækjanna að laga viðskiptahætti sína fyrir næsta sölutímabil að viðlögðum sektum.

„Þegar verið er að selja vörur á netinu þá er mikilvægt að seljendur gefi fullnægjandi upplýsingar. Neytendur eiga að geta auðveldlega séð frá hvaða aðila þeir eru að kaupa vöruna því eiga að koma fram allar upplýsingar um seljanda t.d. nafn, kennitala, heimilisfang, virðisaukaskattsnúmer o.fl. Einnig þurfa að koma fram upplýsingar um vörunar þar sem neytendur sjá ekki vöruna þegar hún er keypt heldur aðeins þær upplýsingar sem koma fram á sölusíðunum,“ segir á síðu Neytendastofu.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þar sem sölutímabil flugelda er stutt eða frá 28. desember til 6. janúar er oft erfiðara fyrir flugeldasala að bjóða afslátt eða kynningartilboð. Sömu reglur gilda um markaðssetningu hvort sem varan er seld í stuttan tíma eins og með flugelda eða hvort um sé að ræða vöru sem seld er allt árið. Vara verður að hafa verið seld á því verði sem auglýst er sem fyrra verð.

„Neytendastofa mun halda áfram fylgjast með auglýsingum flugeldasala á næsta sölutímabili til þess að tryggja eðlilega viðskiptahætti gagnvart neytendum.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: