- Advertisement -

Máttur íslensks almennings er svo mikill að allt fer í bál og brand á heimsvísu

Aftur gellur í þingmanni Sjálfstæðisflokksins, í þetta sinn í ræðustóli á Alþingi, og þessi kennir almenningi um verðbólguna, vegna þess að fólk eyði svo miklu.

Marinó G. Njálsson skrifar:

Eftir hrun, þá kenndi þingmaður Sjálfstæðisflokksins almenningi um hrunið vegna þess að fólk hafði keypt svo marga flatskjái. Man ekki eftir að hafa heyrt frá honum afsökunarbeiðni, eftir að þetta var rekið öfugt ofan í hann í Skýrslunni, enda kom þar í ljós, að illa reknir bankar og glæframennska stjórnenda þeirra, var ástæða hrunsins.

Aftur gellur í þingmanni Sjálfstæðisflokksins, í þetta sinn í ræðustóli á Alþingi, og þessi kennir almenningi um verðbólguna, vegna þess að fólk eyði svo miklu.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Marinó:

Er þetta ekki frekar vandamál þjóðarinnar og þar með almennings. Sjálfstæðisflokkurinn er með þingmenn sem skilja ekki hvað er að gerast í kringum þá, vegna þess að þeir eru svo uppteknir við að bjarga kvótaeigendum og öðrum auðjöfrum.

Hmm, almenningur á Íslandi eyðir svo miklu, að orkukreppa varð í Evrópu. Almenningur á Íslandi eyðir svo miklu, að framleiðslukeðja heimsins hefur ekki undan. Almenningur á Íslandi eyðir svo miklu, að ríkisstjórnin varð að hækka álögur á bensín og áfengi. Almenningur á Íslandi eyðir svo miklu, að leigusalar urðu að hækka leiguverð. Almenningur á Íslandi eyðir svo miklu, að arðgreiðslur til eigenda fyrirtækja náðu líklega nýjum toppi árið 2022 og stefna á annað nýtt met árið 2023.

Já, máttur íslensks almennings er svo mikill að allt fer í bál og brand á heimsvísu, en verðbólgan er ekki hiksta í aðfangakeðju heimisins að kenna, að Pútín ákvað að ráðast inn í Úkraínu, að olíuverð lækkar alls staðar í heiminum nema á Íslandi, að álagning hvort heldur heildsala eða smásala hefur aldrei verið meiri, að vaxtatekjur bankanna hafa ekki verið meiri frá því fyrir hrun, að fyrirtæki verða að sýna sífellt meiri hagnað til að reyna að seðja hina óseðjandi fjármagnseigendur…

Þarf ég að segja meira?

Fyrri þingmaðurinn endaði á því að verða ráðherra og sá seinni vonast til að verða ráðherra ekki seinna en í næsta mánuði.

Er þetta ekki frekar vandamál þjóðarinnar og þar með almennings. Sjálfstæðisflokkurinn er með þingmenn sem skilja ekki hvað er að gerast í kringum þá, vegna þess að þeir eru svo uppteknir við að bjarga kvótaeigendum og öðrum auðjöfrum.

Greinina birti Marinó á Facebook.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: