- Advertisement -

Maturinn hengdur á hurðarhúninn

„Þegar ég kom til 93 ára gamallar móður minnar, í gær kl. 13:30, hékk þessi poki á hurðarhúninum hjá henni – þetta er maturinn hennar í dag,“ segir Ásgeir Þór Árnason.

„Þegar við komum inn til hennar sagði hún okkur að engin hafi hringt eða barið að dyrum til að láta hana vita að maturinn hafi verið settur á hurðarhúninn og ef vel er skoðað þá eru afar miklar líkur á að maturinn detti af húninum þegar mamma opnar hurðina, sem hún reyndar segir að gerist æði oft.

Eins og ég sagði hér fyrr frá þá er hún 93 ára, notar göngugrind og leikur sér ekki að bogra niður til að sækja pokann. Til þeirra sem fara með þessi mál aldraðra hvet ég til verulegra úrbóta í þessum málum og veit að svona afgreiðsla á mat til þeirra sem þess þurfa er víða í ólagi.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: