- Advertisement -

Milljarða kaup án fyrirhyggju?

Deilur eru tíðar innan borgarstjórn og einkum innan borgarráðs. Sjálfstæðismenn bókuðu núna vegna fyrirhugaðra ráðstafanna vegna uppbyggingar á reitum sem borgin keypti fyrir ekki löngu síðan fyrir stórfé.

„Hér er meðal annars verið að ráðstafa reitum sem borgin keypti fyrir hátt í milljarð króna fyrir þremur árum síðan en hugmyndin var að þar væru þróaðir þjónustukjarnar í Breiðholti,“ bókuðu sjálfstæðismenn.

„Ekkert hefur gerst í þessum efnum sl. þrjú ár eins og sjálfstæðismenn í borgarráði bentu ítrekað á og greiddu atkvæði gegn kaupunum á þeim grundvelli – enda kaupin ekki vel ígrunduð. Nú fyrst er verið að kalla eftir hugmyndum um hvað eigi að gera á reitunum og því ljóst að meirihlutinn var ekki með neina áætlun um hvernig ætti að nýta reitina áður en ákveðið var að fjárfesta fyrir milljarða króna.“

„Byggingariðnaðurinn er afar stór losunaraðili gróðurhúsalofttegunda. Með þessari samkeppni um grænt húsnæði framtíðarinnar er tekið höndum saman við iðnaðinn til að finna bestu aðferðirnar hverju sinni sem henta íslenskum aðstæðum. Þá er léttara vistspor í byggingariðnaðinum ein af þeim aðgerðum sem loftslagsáætlun borgarinnar byggir á með markmið um kolefnishlutleysi hans árið 2030,“ bókaði meirihlutinn.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hér er tillagan sjálf:

„Lagt er til að borgarráð heimili að auglýsa eftir samstarfsaðilum við þróun á völdum reitum í Reykjavík undir grænt húsnæði framtíðarinnar. Borgarráð samþykkti fyrir ári síðan, þann 29. október 2020, að hefja þetta verkefni. Þann 6. maí 2021 auglýsti Reykjavíkurborg svo eftir hugmyndum að því hvernig mætti byggja með léttara vistspori og hafa niðurstöður þeirrar auglýsingar verið nýttar við að móta kröfur borgarinnar til verkefnisins, samræma við sýn annarra aðila á sjálfbærni í húsnæðismálum og velja hentuga reiti í verkefnið. Nú eru lagðar fram tillögur að reitum fyrir verkefnið auk lýsingar á formi keppninnar. Reitirnir fimm sem lagt er til að verði lagðir fram í verkefnið verði Arnarbakki 6, Völvufell 13-23, Völvufell 43, Frakkastígur 1 og Veðurstofureitur. Reitirnir verði flestir boðnir á föstu verði en á reitnum við Frakkastíg 1 verði óskað eftir verðtilboði til viðbótar við framsækna byggingarlist og hugmyndir um græna uppbyggingu. Áætlað er að samkeppnin fari í loftið í næstu viku.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: