- Advertisement -

Mitt þar á milli lúrir Framsóknarflokkurinn

Sigmundur Ernir í leiðara Fréttablaðsins í dag:

Æ betur kemur í ljós hversu nöturlegt það hlutskipti er fyrir Vinstri græna að halda Sjálfstæðisflokknum að völdum með ráðum og dáð – og ekki er það síður vandræðalegt að sjá hversu háður hægriflokkurinn er því að vinstriflokkurinn vísi honum ekki á dyr.

Og brestir síðustu daga og vikna hafa sýnt ólíka flokka, hvorn á sínum væng stjórnmálanna, standa vörð hvor um annan.

Mitt þar á milli lúrir Framsóknarflokkurinn í hægindi sínu og hefur það barasta fínt. Af ríkisstjórnarflokkunum þremur ber hann minnstan skaða af samstarfinu, jafnt í bráð og lengd. Forkólfar hans vita sem er að ysta vinstrið og íhaldið á hinum enda pólitíska litrófsins þurfa að gefa ríkulega eftir af stefnumálum sínum til að halda stjórninni saman. Og allar þær eftirgjafir enda á einum stað, á miðjunni, nákvæmlega.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þess vegna líður Framsóknarflokknum vel. Hann þarf minnst að gefa eftir, svo til ekkert, ef út í það er farið, en situr bara á sinni sessu og tekur á móti málamiðlunum á milli klukkan níu og fimm á virkum dögum.

Og akkúrat af þessum sökum má ætla að flokkurinn á miðjunni komi best út úr þessu undarlega stjórnarsamstarfi sem varð til í sínum pólitíska ómöguleika fyrir fimm árum, einmitt í þessum mánuði. Og hann mun nýta sér það.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: