- Advertisement -

Moggi segir Svandísi vera með „stæla“

„Frest­un á hval­veiðum í sum­ar hef­ur vakið kurr og gaml­ar deil­ur. Það er ekk­ert að því að ræða þau mál, þar sem á veg­ast gild sjón­ar­mið með og á móti, þó flest­ir viti að annað bjó að baki hjá ráðherr­an­um. En það má ef­ast um aðferðir Svandís­ar Svavars­dótt­ur mat­vælaráðherra, sem ógna lífsviður­væri 120 manns og baka skatt­greiðend­um skaðabóta­skyldu, allt vegna stæla,“ segir í leiðara Moggans í dag. „Allt vegna stæla.“

„Hún kvaðst reisa ákvörðun sína á áliti fagráðs um vel­ferð dýra, en það er lög­um sam­kvæmt aðeins ráðgjaf­ar­nefnd gagn­vart Mat­væla­stofn­un (MAST) og hef­ur engu hlut­verki að gegna við ráðherra eða reglu­setn­ingu hans.

Svandís hef­ur ekki viljað svara eða birta hvort fyr­ir liggi lög­fræðilegt mat inn­an mat­vælaráðuneyt­is­ins um frest­un hval­veiða; hvort ákvörðunin falli að meg­in­regl­um um lög­mæti og meðal­hóf,“ segir Mogginn.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Rann­sókn­ar­skyldan er rík.

Mogginn upplýsir: „Ráðherra ber skýr skylda skv. 20. gr. laga um Stjórn­ar­ráð Íslands til að fá slíka ráðgjöf frá emb­ætt­is­mönn­um sín­um og þeir hafa sjálf­stæða skyldu til að veita hana, jafn­vel óum­beðið. Minnsta, mats­kennda van­ræksla á því er ekki án af­leiðinga eins og dæm­in sanna.“

Mogginn er í ham. Hrá­skinns­leikur ráðherra segir svo í leiðaranum:

„Rann­sókn­ar­skylda ráðherra er rík, en af ákvörðun Svandís­ar um að fresta hval­veiðum til að rann­saka málið í sum­ar blas­ir við sú þversagna­kennda niðurstaða að rann­sókn­ar­skyldu var ekki full­nægt fyr­ir töku ákvörðun­ar­inn­ar um að rækja hana loks­ins.

Með þess­um hrá­skinns­leik er ráðherr­ann ekki aðeins að taka póli­tíska áhættu, því hann kann að setja eigið embætti í upp­nám, sem gæti lokið með því að Svandís þyrfti að „stíga til hliðar“ á sömu for­send­um og dóms­málaráðherra mátti þola 2019.“

Mogginn lætur að því liggja að ráðherraferill Svandísar kunni að vera á enda. Úr þessu má með góðum vilja segja að hefnda verði leitað. Nema þetta sér dagskipun frá formanninum fyrrverandi. Ef svo er, gegnir Bjarni?


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: