- Advertisement -

Mun sjávarútvegsráðherra sigla upp á sker?

Sigurjón Þórðarson skrifar:

Í stað þess að efla Strandveiðarnar sem eru nánast eina jafnræðið í ömurlegu kvótakerfi með allri sinni spillingu, brottkasti og svindli, þá boðar hún yfir 20% niðurskurð á aflaheimildum til Strandveiða.

Ákvörðun sjávarútvegsráðherra að gera nákvæmlega ekki neitt með kosningaloforð Vg og stefnu flokksins í sjávarútvegsmálum, um að efla Strandveiðar, setur félaga hennar í Vg, vítt og breitt um landið í mjög erfiða stöðu. Í stað þess að efla Strandveiðarnar sem eru nánast eina jafnræðið í ömurlegu kvótakerfi með allri sinni spillingu, brottkasti og svindli, þá boðar hún yfir 20% niðurskurð á aflaheimildum til Strandveiða.

Nú í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga er þetta útspil ráðherra hræðilegt fyrir þá sem hyggjast bjóða sig fram undir merkjum Vg.

Vg og óháðir í Skagafirði hafa tekið af skarið og reynt að minna ráðherra flokksins á hver stefna hans er í sjávarútvegsmálum, enda virðist ekki vanþörf á. Tilgangurinn er eflaust annars vegar að fá ráðherra til að breyta rétt og hins vegar að fjarlægjast og sverja af sér ábyrgð á gjörðum ráðherra. Þessi augljósu og órökstuddu kosningasvik munu án efa hafa talsverð áhrif, enda er óskiljanlegt að flokkur sem segist vera róttækur vinstriflokkur skuli horfa framhjá augljósum lögbrotum stórútgerðarinnar, en fyrirtækjablokkir í sjávarútvegi, ástunda milliverðlagningu og eru komnar langt yfir kvótþakið, á sama tíma og trillukarlar eru marðir.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Það væri tilvalið fyrir sjávarútvegsráðherrann að ráða Lilju Rafneyju í það verkefni að aðstoða við að rétta kúrsinn af, í samræmi stefnuna flokksins.

Búast má við að einna verst komi ákvörðunin við flokkssystur Svandísar, Lilju Rafneyju Magnúsdóttur. Enginn efaðist um að Lilja Rafney vildi standa við stefnu flokksins á síðasta kjörtímabili en mörgum fannst sem hún ekki beita sér af nægjanlegri festu. Við ramman reip var að draga, þar sem Kristján Þór var þá í stóli sjávarútvegsráðherra. Það hlýtur að vera sárt að horfa síðan upp á ráðherra eigins flokks á nýbyrjuðu kjörtímabili, bera upp heldur verri stefnu Samherjaráðherrann.

Það væri tilvalið fyrir sjávarútvegsráðherrann að ráða Lilju Rafneyju í það verkefni að aðstoða við að rétta kúrsinn af, í samræmi stefnuna flokksins.

Ef Katrín Jakobsdóttir formaður Vg er hvorki sama um útkomu Vg í komandi sveitarstjórnarkosningum eða að ráðherrar hafi stefnu flokksins að leiðarljósi, þá hlýtur hún að stuðla að farsælli niðurstöðu.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: