- Advertisement -

Niðurstaðan hlýtur að vera gleðiefni fyrir aðra flokka en Sjálfstæðisflokkinn

Sigmundur Ernir skrifar leiðara Fréttablaðsins í dag. Þar segir meðal annars:

…er líklega eini forsætisráðherrann í sögu þjóðarinnar sem ekki hefur náð að flytja þjóðinni áramótaávarp sitt á valdastóli.

„Það er svo út af fyrir sig einstakt í sögu Sjálfstæðisflokksins að núverandi formaður hans hafi ekki setið nema ellefu mánuði á stóli forsætisráðherra í allan þennan tíma – bráðum í hálfan annan áratug – og er líklega eini forsætisráðherrann í sögu þjóðarinnar sem ekki hefur náð að flytja þjóðinni áramótaávarp sitt á valdastóli. Þetta er algerlega úr takti við alla fyrirrennara hans sem gengu svo að segja að því vísu að taka við valdataumunum og leiða ríkisstjórnir eftir hverjar kosningarnar af öðrum. Það má túlka ríflega 40 prósenta stuðninginn við keppinaut sitjandi formanns í þá veru að stórum hluta landsfundarfulltrúa finnist það fullreynt að núverandi formaður geti aukið fylgi flokksins og náð þeim aftur heim sem hafa horfið til annarra stjórnmálaafla í landinu, hvort heldur er til frjálslyndari og alþjóðasinnaðri hægriafla eða þjóðernissinnaðri íhaldsafla.

Niðurstaða landsfundarins hlýtur fyrir vikið að vera gleðiefni fyrir aðra flokka en Sjálfstæðisflokkinn. Leiðtogar þeirra afla þurfa varla eða ekki að óttast að missa núverandi fylgismenn sína yfir til íhaldsins. Það er niðurstaða landsfundar.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: