- Advertisement -

Nýbyggðin á Kirkjusandi: Skuggar og vindur

Um það eru þekkt dæmi í Reykjavík. Í gögnum er ekkert fjallað um þennan þátt sem ætti að vera eitt af aðalatriðunum.

Kolbrún Baldursdóttir.
Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðiosflokks í borgarstjórn.

Á fundi borgarráðs var talað um nýja hverfið á Kirkjusandi. Fulltrúar þriggja flokka fundu að skipulagi byggðarinnar.

„Fulltrúar Sjálfstæðisflokks telja mikilvægt að hugað sé að gæðum byggðar á nýbyggingarsvæðum, gætt sé að skuggavarpi og birtuskilyrðum. Ítreka fulltrúarnir að betur hefði farið á því að hafa bygginguna fimm hæðir í stað sex. Eins þarf að gæta þess að innviðir verði til staðar fyrir íbúa en nú þegar eru skólar, leikskólar og íþróttafélög hverfisins löngu komin að þolmörkum, líkt og fulltrúar Sjálfstæðisflokks hafa ítrekað bent á.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Sanna Magdalena heldur sig á sinni braut og bókaði:

Sanna Magdalena oddviti Sósíalistaflokksins í borgarstjórn.

„Mikilvægt er að öll íbúðauppbygging í borginni miði að því að mæta þeim sem eru í mestri þörf fyrir húsnæði og að byggt verði á óhagnaðardrifnum forsendum til að ná utan um þau sem eru í þörf. Að öðru leyti vísar fulltrúi sósíalista til bókunar sósíalista sem var lögð fram í umhverfis- og skipulagsráði.“

Þá var komið að Kolbrúnu Baldursdóttur:

„Í athugasemdum er kvartað yfir ófullnægjandi kynningu. Einnig er kvartað yfir of miklu skuggavarpi. Enda þótt allar byggingar varpi vissulega einhverjum skugga er hér um að ræða vandamál sem tengist of mikilli þéttingu byggðar og þá er það þéttingarstefnan sem er vandamálið. Nefndir eru mögulegir vindstrengir og það er atriði sem á að kanna áður en form bygginga er ákvarðað. Skipulagsyfirvöld sinna þessu atriði lítið sem ekkert með þeim afleiðingum að allt of oft myndast hættulegir vindstrengir nálægt háum byggingum. Um það eru þekkt dæmi í Reykjavík. Í gögnum er ekkert fjallað um þennan þátt sem ætti að vera eitt af aðalatriðunum. Bent er á að leikskóla- og skólamál séu í ólestri í hverfinu. Taka þarf strax á þeim málum.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: