- Advertisement -

Gunnar Smári skrifar:

Hér benda forstjórar flugfélaga á hið augljósa; að flugvellir eru innviðir sem fráleitt er að einkavæða svo einkaaðilar (hér tekið dæmi af lífeyrissjóðum í Kaliforníu) geti dregið sér fé úr rekstri þeirra. Þetta fyrirkomulag er ekki til bóta fyrir farþega, ekki fyrir flugfélögin og ekki fyrir samfélagið. Gegn öllum rökum lýsir Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dótt­ir, ferðamála-, iðnaðar-, og ný­sköp­un­ar­ráðherra, því yfir við lesendur Moggans að það sé snjallt að selja Keflavíkurflugvöll sem hluta af aðgerðum vegna covid! Sem sýnir að við erum að glíma við margþættan vanda; heilbrigðisógn vegna kórónavírusins, efnahagskreppu í kjölfar aðgerða ríkisstjórna til að sporna við þeirri ógn og svo eldri pest, nýfrjálshyggjuna, sem enn er harðadrifið og allur hugbúnaður í haus stjórnvalda. Af þessu þrennu stendur okkur mest ógn af því síðasttalda, ef nýfrjálshyggjan verður ekki hamin (leidd undir húsvegg og skotinn) mun hún eyðileggja samfélagið til langrar framtíðar.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: