- Advertisement -

Nýr „fætingur“ í ríkisstjórninni

„Þessu fólki ber að yf­ir­gefa landið og það er sér­stakt að búin séu til úrræði fyr­ir fólk sem er að brjóta lög.“

Guðrún Hafsteinsdóttir.

Enn og aftur mætast stálin stinn í ríkisstjórninni. Guðmundur Ingi félagsmálaráðherra gat ekki lengur lagst á koddann að kveldi vitandi að fjöldi fólks væri á sama tíma að leita sér að næturstað. Í gjótum, bílakjallörum eða bara hvar sem er. Dómsmálaráðherrann Guðrún Hafsteinsdóttir er ósátt við samráðherra sinn.

„Neyðaraðstoð við út­lend­inga sem fengið hafa end­an­lega synj­un á um­sókn sinni um alþjóðlega vernd hér á landi, og eiga með réttu að hverfa af landi brott og hafa ekki rétt á aðstoð á grund­velli laga um út­lend­inga, fá eigi að síður neyðaraðstoð hér á landi, skv. samn­ingi fé­lags- og vinnu­markaðsráðuneyt­is­ins við Rauða kross­inn. Frá þessu grein­ir á vef Stjórn­ar­ráðsins,“ segir Guðrún í Moggaviðtali.

„Spurð hvort þetta sé í and­stöðu við mark­mið laga um út­lend­inga seg­ir Guðrún Haf­steins­dótt­ir dóms­málaráðherra að með samþykkt lag­anna í vor hafi verið mótuð skýr stefna. „Hún er sú að þegar fólk hef­ur fengið synj­un um vernd hér á landi og farið í gegn­um tvö stjórn­sýslu­stig og kær­u­nefnd staðfest synj­un hef­ur það ekki leng­ur stöðu flótta­manns. Þær for­send­ur sem viðkom­andi lagði til grund­vall­ar um­sókn sinni stóðust ekki og þ.a.l. ber fólki að fara frá land­inu, enda í ólög­mætri dvöl. Þeir sem hlíta ekki ís­lensk­um lög­um eru að brjóta lög. Ég sé enga aðra lausn en þá að vera með lokuð bú­setu­úr­ræði. Ef svo væri þyrfti ekki á því að halda sem fé­lags- og vinnu­markaðsráðherra býður hér upp á. Þessu fólki ber að yf­ir­gefa landið og það er sér­stakt að búin séu til úrræði fyr­ir fólk sem er að brjóta lög. Þeir sem vilja vinna með stjórn­völd­um fá aðstoð,“ seg­ir Guðrún,“ segir ráðherrann við Moggann.

Enn breikkar gjáin sem er milli stjórnarflokkanna tveggja.

Með þess­um breyt­ing­um seg­ir ráðuneytið skýrt hvað kem­ur til end­ur­greiðslu úr rík­is­sjóði vegna aðstoðar sveit­ar­fé­laga við þetta fólk. Með aðstoð sé átt við gist­ingu og fæði í sam­ræmi við það sem al­mennt tíðkist í úrræðum fyr­ir heim­il­is­lausa hér á landi hvað varðar há­marks­dval­ar­tíma hvers ein­stak­lings á sól­ar­hring í viðkom­andi gistiúr­ræði sem og fjölda máltíða á sól­ar­hring. Sveit­ar­fé­lög­in hafa lýst yfir von­brigðum sín­um með þessa ráðstöf­un ráðherr­ans enda sé hún tek­in með fullri vitn­eskju hans um al­gjöra and­stöðu sveit­ar­fé­lag­anna,“ segir svo í Mogganum.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: