- Advertisement -

Óæti á fullu verði

Jóhannes Gunnarsson.
Við tókum þá á það ráð að leita til Steingríms Hermannssonar, þáverandi forsætisráðherra, og kröfðumst þess að einokuninni yrði aflétt.

Jóhannes Gunnarsson, fyrrverandi formaður Neytendasamtakanna, er í löngu viðtali í nýjasta Neytendablaðinu. Þar fer hann yfir 40 ára starf að málefnum neytenda.

Jóhannes segir meðal annars frá Grænmetisverslun landbúnaðarins.

„Neytendasamtökin hafa í gegnum tíðina gagnrýnt ýmislegt varðandi landbúnaðarkerfið, frekar en bara ofurtollana. Jóhannes segir margt hafa breyst til batnaðar á síðari árum þótt enn skorti mikið á að hagsmunir neytenda séu hafðir í fyrirrúmi,“ segir í viðtalinu.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Eftir á að hyggja er ótrúlegt að við höfum þurft að berjast fyrir því í ár ef ekki áratugi að neytendur gætu gengið að því vísu að fá ætar kartöflur í verslunum,“ segir Jóhannes og vísar þar til Grænmetisverslunar landbúnaðarins sem var m.a. með einokun á sölu innfluttum og innlendum kartöflum. „Ítrekað gerðist það að neytendum voru seldar óætar kartöflur, jafnvel sýktar, þó þær væru alltaf seldar sem 1. flokks kartöflur. Við fengum kvartanir yfir pólskum kartöflum og þýskum kartöflum, en það voru finnsku kartöflurnar sem urðu banabiti þessarar einokunarverslunar ríkisins. Þetta var árið 1984 og nú misstu neytendur endanlega þolinmæðina enda verið að selja þeim óæti á fullu verði í skjóli einokunar. Við gerðum kröfu um frjálsan innflutning og dreifingu á kartöflum og söfnuðum rúmlega 20.000 undirskriftum á örfáum dögum. Við fórum til þáverandi landbúnaðarráðherra, Jóns Helgasonar, til að afhenda honum undirskriftirnar. Hann tók okkur fálega og neitaði að taka við þeim. Við ályktuðum í framhaldinu eitthvað á þá leið að viðbrögð ráðherrans væru móðgun við neytendur. Við tókum þá á það ráð að leita til Steingríms Hermannssonar, þáverandi forsætisráðherra, og kröfðumst þess að einokuninni yrði aflétt. Viðtökurnar þar voru mjög góðar og fljótlega eftir þetta var innflutningur og dreifing gefin frjáls. Þarna skipti barátta Neytendasamtakanna sköpum og þetta var einn af okkar stærstu sigrum, alla vega í baráttunni við stjórnkerfið.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: