- Advertisement -

Ófreskjan í Kreml, Davíð og ÓRG

Þröstur Ólafsson skrifaði:

Hvers konar forystumenn höfum við valið þessari þjóð?

Það er sagt að hægt sé að aðlagast öllu ógeði, sé það framið reglulega og sýnt öðrum nógu oft. Þá verði þetta eins og að horfa á veiðiferð þegar veiðmaðurinn bregður hnífi á barka og lætur blóðið fossa.Það jaðrar við að verknaðurinn verði fagurfræðilegur. Goebbels náðu mestu áhorfi og árangri með nægum hryllingi. Fórnarlambið gert nógu tortryggið. Nú hervæðir Pútín rússneska æsku. Samkvæmt þýskum fréttum hafa verið kallaðir til heræfinga ein milljónir drengja frá 8 ára og uppúr. Þetta er gert í nafni fyrirbæris sem heitir „Hernaðarlega þjóðernissinnaða skipulagið Junarmilja“. Munið eftir Hitlerjugend!

Það er alveg sama hver eða hverjir tala við Pútún, hann gefur ekkert eftir, án þess að segja hvað hann vill. Zelensky hefur boðið heilmikið fyrir frið en ófreskjan í Kreml fær enn ekki nóg herfang og hervæðist frekar. Vill hann útrýma úkraínsku þjóðinni? Af hverju veigra menn sér við því að kalla hann það sem hann er? Glæpamann, nei stríðsglæpamann. Er það sem Pútín er að framkvæma ekki í ágætu samræmi við stefnuskrá og verklegar handbækur fasistaflokka frrá fyrri hluta síðustu aldar?

Átakanlegt er að lesa Sunnudagsskrif Morgunblaðsins sem ætla má að séu rituð af Davíð Oddssyni fyrrverandi forsætisráðherra, svo ekki sé minnst á ummæli ÓRG fyrrverandi forseta Íslands! Hvers konar forystumenn höfum við valið þessari þjóð? Loksins hafa þeir þó náð saman þessir fornu fjandvinir.

Greinin birtist fyrst á Facebooksíðu Þrastar.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: