- Advertisement -

Ólögleg verslun með persónuppýsingar

Áslaug Arna dósmálaráðherra og Guðmundur Ingi Kristinsson.

„Kannski er það ömurlegasta við þetta, t.d. í sambandi við sjúkraskrárupplýsingarnar, og alveg það furðulegasta að dómsmálaráðherra bendir á Persónuvernd, Persónuvernd bendir á dómsmálaráðherra og enginn gerir neitt. Samt er það alveg skýrt, algjörlega tært, að þetta er ólöglegt,“ sagði Guðmundur Ingi Kristinsson þegar hann mælti fyrir frumvarpi sem komi í veg fyrir að fyrirtæki geti hagnast á ólöglegum persónuupplýsingum.

„Þetta er söluvara og það er ömurlegt, alveg jafn ömurlegt og í þessu tilfelli. Það á auðvitað ekki að eiga sér stað að við séum á þeim stað að í fyrsta lagi sé hægt að kaupa og selja svona upplýsingar og í öðru lagi að við skulum vera búin að gefa leyfi fyrir svona starfsemi. Við eigum að sjá sóma okkar í að loka þessu. Við eigum að sjá sóma okkar í að virða persónuvernd,“ sagði Guðmundur Ingi.

„Creditinfo er eitt af þeim fyrirtækjum sem gerir þetta greiðslumat og þeir eru að selja og græða á persónuupplýsingum um fólk, upplýsingum um greiðslugetu fólks. Það kom fram hjá háttvirtum þingmanni Ingu Sæland að þeir væru einnig með dómasafn og það er annar ljótur hængur á svona sölustarfsemi, að selja t.d. sjúkraskrárupplýsingar sem eru í dómum, jafnvel dómum Hæstaréttar, mjög viðkvæmar sjúkraupplýsingar. Þær ganga kaupum og sölum, meira að segja persónugreinanlegar upplýsingar, með kennitölu, heimilisfang og öllu. Það er ömurlegt. Ég get bara staðfest það vegna þess að ég hef sjálfur lent í því og fengið að sjá það svart á hvítu. Mér var bent á það og sýnt hvernig þetta væri, bara vegna slysamáls hjá mér,“ sagði þingmaðurinn.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hér er hægt að skoða frumvarpið.

Hér er hægt að lesa alla ræðu Guðmundar Inga Kristinssonar.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: