- Advertisement -

Ómar Stefánsson hættur í Framsókn

Stjórnmál Ómar Stefánsson, fyrrverandi bæjarfulltrúi Framsóknar í Kópavogi, hefur sagt sig úr flokknum. Frá þessu segir á eirikurjonsson.is. Þar segir Ómar: „Ég sagði mig úr flokknum daginn eftir að ég lauk störfum mínum sem bæjarfulltrúi.“

Faðir Ómars er frá Jemen og er múslimi svo og hálfsystkini hans sem þar búa.

„Ég á níu systkini í Jemen og fer oft þarna út til að heimsækja þau,” segir Ómar sem vill ekki lengur hafa neitt saman að sælda við Framsóknarflokkinn eftir yfirlýsingar oddvita hans í nýlokinni kosningbaráttu í Reykjavík sem öllum eru kunnar.“

Sjá nánar hér á eirikurjonsson.is.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: