- Advertisement -

Ömmi og Smári funda í Þorlákshöfn

Gunnar Smári skrifar:

Eftir kvótafund í Reykjavík fórum við Ögmundur Jónasson upp á Akranes síðasta laugardag og næsta sunnudag verður við á Þorlákshöfn. Við komum þar við í dag og hlustuðum á fólk lýsa því hvernig þessi útgerðarbær, sem byggður var upp af kaupfélagsútgerð á eftirstríðsárunum var eiginlega sleginn kaldur af kvótakerfinu. Þótt Þorlákshöfn sé langt í frá að gefast upp, þar hafa byggst upp mikil tækifæri tengt höfninni svo dæmi sé tekið, þá umturnar brotthvarf kvótans, aflans og fiskvinnslunnar í raun eðli bæjarins. Það verður fróðlegt að heyra þessa sögu alla á sunnudaginn. Fundurinn er á Hendur í höfn og hefst kl. 12.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: