- Advertisement -

Orð skulu standa, hvað þá samningar við sjálft ríkið

„Hið eina rök­rétta af hálfu rík­is­valds­ins er að af­lýsa þegar í stað van­hugsuðum og lög­laus­um áform­um sín­um og kjósa frek­ar samn­inga­leiðina með full­ar efnd­ir í huga. Það er hin eðli­lega sam­skipta­leið og siðaðra manna hátt­ur.“

„Er hægt að treysta því að rík­is­valdið okk­ar standi við samn­inga og til­heyr­andi skuld­bind­ing­ar sín­ar þegar á reyn­ir? Svarið ætti að vera sjálf­gefið en er það ekki, í ljósi yf­ir­lýstra áforma rík­is­stjórn­ar­inn­ar um að beita valdi sínu á Alþingi til að losa ríkið við að efna skyld­ur sín­ar gagn­vart líf­eyr­is­sjóðum lands­ins sem eig­enda skulda­bréfa hjá ÍL-sjóði, áður Íbúðalána­sjóði,“ skrifaði Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða.

„Rík­is­stjórn­in hyggst þannig slíta ÍL-sjóði ein­hliða með lög­um og greiða líf­eyr­is­sjóðum og öðrum skulda­bréfa­eig­end­um ein­ung­is fyr­ir eign­ir sín­ar að hluta. Af­gang­ur­inn skal liggja óbætt­ur hjá garði og ætl­ast er til þess að skulda­bréfa­eig­end­ur falli frá kröf­um vegna þess hluta eigna sinna.

Margt mætti um þetta mál segja enda er það þannig vaxið að með ólík­ind­um er. Laga­lega stenst gjörn­ing­ur­inn eng­an veg­inn enda er það meg­in­regla samn­ings­rétt­ar að samn­ing­ar skuli standa og að samn­inga skuli efna. Sá kjarni er dreg­inn sam­an í orðatil­tæki á lat­ínu: Pacta sunt servanda.

Eng­inn vafi leik­ur á að ríkið get­ur staðið við skuld­bind­ing­ar sín­ar.

Það sem meira er, hér töl­um við um grunn­reglu í sam­skipt­um í siðmenntuðu sam­fé­lagi. Máls­hátt­ur­inn okk­ar góði, orð skulu standa, lýs­ir þessu inn­taki vel og hef­ur stund­um verið kallaður ell­efta boðorðið,“ skrifaði Þórey. Við þennan lestur er næsta víst að Bjarni Benediktsson er að draga ríkisstjórnina með sér út í botnlaust fen.

„Auðvitað er það svo að í und­an­tekn­ing­ar­til­vik­um kunna þær aðstæður að skap­ast að ekki sé unnt að efna samn­inga og að þeir verði ógild­ir af ein­hverj­um ástæðum þannig að skuld­bind­ing­ar falli niður, ým­ist að hluta eða að öllu leyti. Slíkt á ekki við í því til­viki sem hér um ræðir, fjarri því. Eng­inn vafi leik­ur á að ríkið get­ur staðið við skuld­bind­ing­ar sín­ar og eng­in neyðarrétt­ar­sjón­ar­mið eiga við sem rétt­lætt geta að rík­is­valdið geri upp skuld­bind­ing­ar sín­ar á þann hátt sem það áform­ar.

Líf­eyr­is­sjóðir hafa látið vinna fyr­ir sig fjölda lög­fræðilegra álits­gerða um ÍL-málið frá því það kom upp haustið 2022. Þar ber allt efn­is­lega að sama brunni:

  • · Lög­festi Alþingi slit ÍL-sjóðs á þann hátt sem rík­is­stjórn­in áform­ar jafn­gild­ir það eign­ar­námi á kröf­um skulda­bréfa­eig­enda.
  • · Skulda­bréf­in eru kröfu­rétt­ar­leg eign sem nýt­ur vernd­ar ákvæða stjórn­ar­skrár og viðauka Mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu.
  • · Ríkið yrði skaðabóta­skylt gagn­vart skulda­bréfa­eig­end­um.
  • · Málið myndi skaða orðspor rík­is­ins og skerða traust þess sem ger­anda og viðsemj­anda á fjár­mála­mörkuðum.

Minn­umst þess að rík­is­valdið kom sér sjálft í þær ógöng­ur.

Minn­umst þess að rík­is­valdið kom sér sjálft í þær ógöng­ur sem það ætl­ar að bjarga sér úr á kostnað líf­eyr­is­sjóða og annarra skulda­bréfa­eig­enda. Þá rauna­sögu má rekja til árs­ins 2004 þegar Íbúðalána­sjóður sótti sér fé með útboði íbúðabréfa. Þrír flokk­ar bréfa standa eft­ir af því útboði, með gjald­daga árin 2024, 2034 og 2044. Sam­kvæmt skil­mál­um voru bréf­in verðtryggð með föst­um 3,75% vöxt­um út líf­tíma sinn. Íbúðalána­sjóður notaði fjár­mun­ina til íbúðalána en þau mátti síðan greiða upp hvenær sem skuld­ara hugnaðist. Þar tók rík­is­sjóður gríðarlega áhættu sem marg­ir vöruðu sterk­lega við á sín­um tíma. Dökk­ar spár rætt­ust þegar vext­ir íbúðalána lækkuðu og fjöldi viðskipta­vina Íbúðalána­sjóðs greiddi upp lán sín með ódýr­ara láns­fé ann­ars staðar frá. Eft­ir sat ÍL-sjóður með fjár­muni sem ávaxtaðir hafa verið á lægri vöxt­um og duga því ekki til að standa und­ir skuld­bind­ing­um sjóðsins gagn­vart eig­end­um skulda­bréf­anna – sem að stærst­um hluta eru líf­eyr­is­sjóðir lands­manna.“

Nú er komið að lokakaflanum:

„Íbúðalána­sjóður vogaði fé sínu en það gild­ir nú sem fyrr að vog­un vinn­ur, vog­un tap­ar. Í þessu til­viki tapaði vog­un­in. Ríkið á ekki að kom­ast upp með að varpa ábyrgð sinni yfir á viðsemj­end­ur sína, eig­end­ur skulda­bréf­anna.

Stjórn­um líf­eyr­is­sjóða er óheim­ilt að samþykkja eigna­upp­töku sem fæl­ist í niður­stöðu á borð við þá sem hér er um rætt. For­ystu­sveit­ir sjóðanna hafa hins veg­ar ít­rekað lýst vilja til að semja við ríkið um upp­gjör sem fæl­ist í því að taka við til­tekn­um eign­um í stað skulda­bréfa ÍL-sjóðs. Skil­yrt er að verðmæti slíkra eigna jafn­gilti verðmæti skulda­bréfa sem gef­in yrðu eft­ir.

Hið eina rök­rétta af hálfu rík­is­valds­ins er að af­lýsa þegar í stað van­hugsuðum og lög­laus­um áform­um sín­um og kjósa frek­ar samn­inga­leiðina með full­ar efnd­ir í huga. Það er hin eðli­lega sam­skipta­leið og siðaðra manna hátt­ur.“

Greinin birtist fyrst í Mogga gærdagsins.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: