- Advertisement -

„Sorglegt að lífeyrissjóður láglaunafólks skuli taka þátt í þessu gambli“

„Þetta er nokkuð fyrirsjáanlegt. Auðvitað verður einhvern tímann eðlilegt flug á milli landa, en á þessum tímapunkti að Gildi lífeyrissjóður láglaunafólk er orðinn stærsti eigandi í þessu gambli er algjörlega galið,“ skrifar Sigurður H. Einarsson á Facebooksíðu Sósíalistaflokksins.

Sigurður vísar í frétt:

 „Það er nauðsynlegt að halda því til haga að nú þegar Seðlabankinn hefur tilkynnt að könnun sé hafin á hlutafjárútboði Icelandair. Hvers vegna??? Könnunin virðist stafa af óánægju – óánægju hverra? , með að lífeyrissjóður verslunarmanna og Birtu ákvað að taka ekki þátt í hlutafjárútboði Icelandair þar sem stjórnin taldi slíka fjárfestingu of áhættusama eins og sakir standa? Stjórn leit réttilega svo á að hlutverk hennar sé eitt og aðeins eitt : að standa vörð um hagsmuni lífeyrisþega frekar en að tefla hagsmunum þeirra í tvísýnu undir pólitískum og viðskiptalegum þrýstingi með gamla laginu. Ögurstundir efnahagslífsins eru ekki í verkahring lífeyrisþega.“

„Það er því sorglegt að lífeyrissjóður láglaunafólks skuli taka þátt í þessu gambli,“ skrifar Sigurður.

Mörður Árnason, fyrrverandi þingmaður segir: „Það þarf að kanna fjárfestingarákvarðanir lífeyrissjóðanna í samhengi við hagsmuni stjórnarmanna frá atvinnurekendum. Kannski verður þetta til þess?“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: