- Advertisement -

Ósannindi frá ráðuneyti Bjarna

Ekki virðist standa steinn yfir steini í þessum efnum.

Fjármálaráðuneytið hefur ranglega haldið því fram að engar tímaskýrslur séu til staðar vegna reikninga sem Lindarhvoll greiddi lög- mannsstofu Steinars Þórs Guðgeirssonar. Vekur það spurningar um innra eftir- lit ráðuneytisins og eftirlit Ríkisendurskoðunar með starfsemi þess, segir í Fréttablaðimu í dag.

Erfitt er að átta sig á því hvernig á því stendur að ráðuneytið kýs að fara með ósannindi fremur en að leggja fram tímaskýrslurnar. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki heldur fengið þessar tímaskýrslur af hentar. Einungis fengið sömu svör og blaðamenn, að þær séu ekki til staðar.

Eftir stendur að engar tímaskýrslur fylgdu þeim reikningum sem Íslög sendu beint á ráðuneytið. Þeir voru greiddir athugasemdalaust án þess að tímaskýrslur fylgdu en kveðið er á um slíkt í verksamningi.

Í ljósi ofangreinds er eðlilegt að spyrja hvernig innra eftirliti fjármálaráðuneytisins er háttað og hvernig á því stendur að Ríkisendurskoðun samþykkir greiðslu reikninga út úr ráðuneytinu þrátt fyrir að þeir séu ekki í samræmi við verksamninga. Ekki virðist standa steinn yfir steini í þessum efnum.

Þetta eru nokkrar tilvitnanir í frétt í Fréttablaðinu í dag. Dapurt.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: