- Advertisement -

Óstjórn í Ráðhúsi Reykjavíkur?

Teikning Ívars Valgarðssonar í Mogga dagsins.

„Óstjórn rík­ir í rekstri borg­ar­inn­ar og báknið held­ur áfram að blása út,“ segir í grein sem Hildur Björnsdottir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, skrifar í Moggann í dag.

Auk hennar skrifa Davíð Oddsson og Kjartan Magnússon dauðadómsgreinar í sama blað og um sama efni.

Skoðum grein Hildar betur:

Þú gætir haft áhuga á þessum

Borg­in er illa rek­in, henni er illa stýrt og stjórn­kerfið í mol­um.

„Borg­ar­bú­ar hafa fjöl­marg­ar ástæður til að vantreysta borg­ar­yf­ir­völd­um – þær ná langt út fyr­ir tölu­leg­ar staðreynd­ir um fjár­hags­stöðu og greiðslu­getu. Und­an­farna mánuði hafa íbú­ar til að mynda mót­mælt vegna biðlista­vanda leik­skól­anna, viðhaldsvanda skóla­hús­næðis og slæl­egr­ar vetr­arþjón­ustu.

Á haust­dög­um var skipaður stýri­hóp­ur um end­ur­skoðun þjón­ustu­hand­bók­ar um vetr­arþjón­ustu í Reykja­vík. Þegar gerði veðurofsa í borg­inni í des­em­ber hafði hóp­ur­inn varla hugsað heila hugs­un – eng­ar grein­ing­ar, til­lög­ur eða niður­stöður höfðu borist frá hópn­um. Þegar nær ófært var í borg­inni í des­em­ber var íbú­um sagt að halda ró sinni – stýri­hóp­ur­inn væri að vinna að end­ur­skoðun þjón­ustu­hand­bók­ar.

Nú, heil­um sjö mánuðum eft­ir skip­an stýri­hóps­ins, hef­ur loks borist niðurstaða. Marg­vís­leg­ar ágæt­ar til­lög­ur hafa borist frá hópn­um – en sum­ar jafn sjálf­sagðar og sú að snjómokst­ur þurfi að taka mið af snjóþunga hverju sinni.

Reglu­lega birt­ast okk­ur skýr dæmi um seina­gang­inn í borg­ar­kerf­inu og aðgerðal­eysi meiri­hlut­ans. Það á ekki að þurfa sjö mánaða kaffi­sam­sæti með til­heyr­andi skýrslu­gerð til að hrapa niður á aug­ljós­ar staðreynd­ir – og höfuðborg á ekki að þurfa að ótt­ast niður­læg­ingu í skulda­bréfa­út­boðum.

Borg­in er illa rek­in, henni er illa stýrt og stjórn­kerfið í mol­um. Á meðan láta meiri­hluta­flokk­arn­ir sem allt sé í lukk­unn­ar velst­andi. Hversu lengi þurf­um við að bíða hinna marglofuðu breyt­inga?“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: