- Advertisement -

Óttarr fer gegn rafrettunum

„Við val á vöru skulu innflytjendur leitast við að flytja inn vörur sem teljast öruggar og í háum gæðaflokki,“ segir meðal annars í frumvarpi ráðherrans.

Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra hefur lagt fram lagafrumvarp sem takmarkar mjög innflutning og sölu á refrettum. Þar segir að markmið frumvarpsins sé að draga úr heilsutjóni og dauðsföllum af völdum tóbaks.

Ráðherra vill að að stuðla verði að samdrætti í neyslu tóbaks og að fólk verði verndað fyrir áhrifum tóbaksreyks. „Sérstaklega skal unnið gegn tóbaksnotkun og neyslu nikótíns í rafsígarettum meðal ungs fólks. Virða skal rétt hvers manns til að þurfa ekki að anda að sér lofti sem er mengað reyk eða gufu vegna tóbaksneyslu eða notkunar á rafsígarettum.“

Takmarkanir á innflutning og sölu

Þú gætir haft áhuga á þessum

Verði frumvarpið að lögum verður óheimilt að flytja inn, selja eða framleiða rafsígarettur og áfyllingarílát sem uppfylla ekki ákvæði laga, það er frumvarpsins, eða reglugerða sem settar verða með stoð í þeim.

Neytendastofa fylgist með

Verði frumvarpið að lögum mun eftirlitið verða hjá Neytendastofu.

Í greinagerð með frumvarpinu segir mepðal annars: „Við val á vöru skulu innflytjendur leitast við að flytja inn vörur sem teljast öruggar og í háum gæðaflokki. Neytendastofa fer með markaðseftirlit með rafsígarettum og áfyllingarílátum í samræmi við ákvæði laga þessara og reglna settra samkvæmt þeim. Neytendastofa getur krafist þess að framleiðendur eða innflytjendur rafsígarettna og áfyllingaríláta gefi upplýsingar um innihald vöru. Einnig getur Neytendastofa krafist þess að framleiðendur eða innflytjendur rafsígarettna eða áfyllingaríláta leggi fram sýnishorn af vöru í því magni sem nauðsynlegt er til að meta eiginleika og áhrif hennar.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: