- Advertisement -

Ráðherra útfaramála flytur sjálfur inn og selur líkkistur

Þess lætur hann hins vegar ógetið í hagsmunaskráningu sinni sem þingmanns – eins og honum ber að gera.

Guðmundur Andri Thorsson skrifaði þessa fínu grein:

Það er ekki nóg með að dómsmálaráðherra vilji stjórna því hvernig háttað er innflutningi fólks í landið heldur virðist hann líka vilja hafa hönd í bagga þegar við yfirgefum þetta tilvistarstig.

Hönd í bagga. Hann tengist nefnilega málinu sjálfur. Ráðherra útfaramála flytur sjálfur inn og selur líkkistur. Þess lætur hann hins vegar ógetið í hagsmunaskráningu sinni sem þingmanns – eins og honum ber að gera.

Einkennilega stífar reglur gilda um það þegar fólk kýs að láta brenna hylkið af sér að lokinni þessari jarðvist. Ekki síst varðandi kisturnar sem eru furðu dýrar miðað við tilefnið. Til er félagsskapur sem heitir Tré lífsins og er með áform og hugmyndir um það að auðvelda okkur þessa leið; ekki síst með betri ofnum en nú eru á boðstólum sem auðvelda brennsluna og eru úr margfald ódýrari viði. Tré lífsins hefur fengið leyfi hjá sýslumanni og hefur staðist umhverfismat – en dómsmálaráðuneytið þvælist enn fyrir því að það geti hafið starfsemi.

Allt er þetta mál með ólíkindum.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: