- Advertisement -

Ráðherra virðir hvorki lög, þing né dómstóla

Arndís Anna:
Hvernig eigum við að geta treyst því þegar hann talar um að það sé eining í ríkisstjórninni um þetta mál?

„Fyrir stuttu ræddum við hér á þinginu um fyrirhugaðar endursendingar fólks, m.a. til Grikklands og annarra ríkja, sem hafði verið hér yfir heimsfaraldurinn og var synjað um svokallaðan tólf mánaða frest. Því var synjað um efnismeðferð þar sem það var talið bera ábyrgð á töfum á eigin málum vegna þess að það neitaði að fara í Covid-próf á sínum tíma. Þetta fólk átti að flytja úr landi miskunnarlaust,“ sagði Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir á Alþingi 25. október.

„Farið var með málið fyrir dóm og féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir nokkrum dögum síðan þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að þetta hefði ekki verið lögmætt. Í kjölfarið voru sendar endurupptökubeiðnir til kærunefndar útlendingamála í fjölmörgum málum. Mér bárust þær fregnir fyrir nokkrum dögum síðan að einstaklingar hefðu þegar verið fluttir. Eftir að dómurinn féll er enn verið að flytja fólk til Grikklands á grundvelli þessara ákvarðana. Hér erum við með hæstvirtan ráðherra sem virðir hvorki lög, þing né dómstóla þessa lands. Hvernig eigum við að geta treyst því þegar hann talar um að það sé eining í ríkisstjórninni um þetta mál? Við viljum fá að tala við hæstvirtan félags- og vinnumarkaðsráðherra í þessu máli.“ sagði hún.

Óskað var ítrekað eftir að Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmálaráðherra og varaformaður Vinstri grænna. Án árangurs.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: