- Advertisement -

Hvað á að gera? Hvað gerist? Það gerist ekkert

Alþingi Í umræðunni um fjármálaætlunina kom Björn Leví Gunnarsson inn á auma stöðu heilbrigðikerfis.:

„Á Landspítalanum hefur neyðarmóttakan þurft að senda út viðvaranir og biðja fólk um að leita annað af því að þau sinna svo mörgum sjúklingum. Með leyfi forseta sagði Ólafur Guðbjörn Skúlason, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum: „Fyrir ekki mörgum árum síðan þótti það mjög mikið ef 100 manns leituðu á bráðamóttökunni á dag en í dag eru það um 200 manns á dag.“

Þessi fjöldi á bráðamóttökuna hefur verið viðbúinn í mörg ár þar sem Íslendingum hefur fjölgað. Þjóðin hefur elst og milljónir ferðamanna hafa bæst við en þrátt fyrir það hefur ekki verið brugðist við þessari aukningu á viðeigandi hátt. Með leyfi forseta: „Það er uppsafnaður vandi hér til margra ára“, sagði Runólfur Pálsson í Silfrinu í byrjun mars 2024.

Við höfum ekki brugðist við mjög örum samfélagsbreytingum síðustu tvo áratugi. Eftirspurn eftir heilbrigðisþjónustu er að aukast og við höfum ekki þróað innviði til þess að mæta þessu, til að mynda innan opinbera kerfisins, sem gerir það að verkum að hvort sem það er innan heilsugæslunnar eða jafnvel í sumum tilvikum innan Landspítalans og svo sannarlega á landsbyggðinni erum við í erfiðleikum með að mæta þjónustuþörfinni með þeim mannafla sem þarf. Það er viðvarandi læknaskortur, álag á heilbrigðiskerfinu hefur sjaldan verið meira og löng bið er eftir þjónustu í síma eða heilsugæslustöð.

Það gerist ekkert, hverjar sem væntingar fólks eru til þess hvað eigi að gera.

Þetta er staðan. Ef ég fer síðan yfir í hjúkrunarheimilin, þá er það búið að vera vandamál frá því að ég byrjaði í fjárlaganefnd. Sífellt fundir á hverju þingi um slæma stöðu í hjúkrunarmálum, allir jafn alvarlegir í fasi og öllum finnst þetta jafn alvarlegt. Hvað á að gera? Hvað gerist? Það gerist ekkert, hverjar sem væntingar fólks eru til þess hvað eigi að gera. Í desember 2023 voru 93 sjúklingar á spítalanum, Landspítalanum sem ættu frekar heima á öðru þjónustustigi. Þetta er búið að vera lengi í kringum 100 manns eða svo, fer upp og niður eftir stöðunni en er í kringum þetta.

Geðheilbrigðismál barna. Um síðustu áramót biðu 1.636 börn eftir athugunum á Geðheilsumiðstöð barna og höfðu 1.220 beðið lengur en þrjá mánuði. Biðtími eftir þjónustu á Stuðlum er 66 dagar en engin bið var eftir þessari þjónustu fyrir einu ári síðan. Á BUGL er biðtíminn rétt rúmur mánuður þannig að það er aðeins að koma og fara en biðlistinn er langur. Það var verið að færa til innan heilsugæslunnar þannig að álagið færðist frá BUGL yfir til heilsugæslunnar. Þetta lagaði ekki neitt, færði bara biðlistana til. 

Ég get ekki séð lausnina í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Ég vona að það verði gert betur næst.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: