- Advertisement -

Ráðherrann sem ranghvolfdi augunum

Sigurjón Magnús Egilsson:

Þar er fyrst og síðast við fólk eins og Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur að sakast. Það vinnst ekkert með því að ranghvolfa augunum og segjast vera hugsi.

Hluti þess húsnæðis sem Landspítalinn notar er ekki músheldur. Hvað þá annað. Ábyrgðin er alfarið stjórnmálafólksins. Ekki síst Sjálfstæðisflokksins. Flokkurinn hefur verið helsti valdaflokkur þjóðarinnar. Í bráðum 100 ár.

Ekki er nóg með að hluti spítalans er ekki músheldur missa sumir Íslendingar sig halda því fram að við séum með besta og mesta heilbrigðiskerfi veraldar. Sem er bull. Aðrar þjóðir sem hafa búið betur að sínum sjúkrahúsum ráða miklu betur, en við, að þjóna og lækna vegna Covid. Þar er engu saman að jafna.

Því er raunalegt þegar varaformaður valdaflokksins segir:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Ég horfi til landa í kringum okkur þar sem að við erum komin í aðgerðir sem að ég finn engan stað neins staðar annars staðar. Við erum með besta bólusetningarhlutfall, eða með þeim betri, í veröldinni. En það er mat manna að spítalinn ráði ekki við verkefnið eins og það er. Og þá er það ábyrgðarhluti að bregðast við því. Þetta er tillaga heilbrigðisráðherra og ákvörðun heilbrigðisráðherra. Það skiptir máli að sýna samstöðu og trúa því að þriðja sprautan komi okkur út úr þessu,“ sagði Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins við RÚV í gær.

Varaformaðurinn sagði einni: „En ég er hugsi yfir því að þegar 20 mánuðir eru liðnir af þessu tímabili þar sem að lang lang flestir verða ekki veikir, ekki alvarlega veikir, að við séum enn þá með svona umfangsmikið kerfi þegar kemur að smitrakningu, sóttkví, eftirliti og öllu slíku að nú erum við að grípa til ráðstafana vegna þess að við ráðum ekki við það verkefni. Það er fyrirkomulag sem löndin í kringum okkur eru ekki að viðhafa. Börn eru ekki að fara í sóttkví almennt. Allavega ekki í sama mæli og við erum með hér, smitrakning er ekki sambærileg heldur.“

Loks hitti hún naglann á höfuðið: „…vegna þess að við ráðum ekki við það verkefni.“

Það var og. Og mikið rétt. Þar er fyrst og síðast við fólk eins og Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur að sakast. Það vinnst ekkert með því að ranghvolfa augunum og segjast vera hugsi. Það verður að bregðast við. Formaður flokksins og varaformaðurinn eru bæði hugsi yfir stöðunni. Vinnst eitthvað með því? Eflaust ekki, því miður.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: