- Advertisement -

Ráðherrar hlustuðu ekki á ríkislögreglustjóra

Úr leiðara Moggans í dag:

„Rík­is­lög­reglu­stjóri hélt áfram að benda á þetta, til dæm­is í skýrslu frá ár­inu 2019 þar sem meg­inniðurstaðan var að „áhætta vegna helstu brota­flokka skipu­lagðrar glæp­a­starf­semi á Íslandi fari enn vax­andi. Sam­kvæmt áhættu­líkani lög­gæslu­áætlun­ar er niðurstaðan „gíf­ur­leg áhætta“ við mat á skipu­lagðri glæp­a­starf­semi.“ Loka­orð þeirr­ar skýrslu eru þessi: „Fyr­ir­sjá­an­leg þróun, að óbreyttu, er á þann veg að um­fang skipu­lagðrar glæp­a­starf­semi auk­ist á Íslandi. Auk­in sam­keppni á milli skipu­lagðra brota­hópa kann að leiða til gengja­mynd­un­ar og grófra of­beld­is­verka gagn­vart ein­stak­ling­um sem þeim tengj­ast. Ástæða er til að ótt­ast aukið og fjöl­breytt­ara fram­boð fíkni­efna. Hið sama á við um til­felli man­sals og misneyt­ing­ar gagn­vart inn­flytj­end­um og er­lendu vinnu­afli.“

Því miður hef­ur komið á dag­inn að aðvör­un­ar­orð rík­is­lög­reglu­stjóra áttu full­an rétt á sér en á þau var ekki hlustað. Í það minnsta var ekki brugðist við eins og hefði þurft að gera og skýr­ir það án efa, í það minnsta að hluta til, þá þróun sem orðið hef­ur.“

Þarna er bent á tvö höfuðráðuneyti Sjálfstæðisflokksins, dómsmála- og fjármálaraðuneyti. Flokkurinn hefur stýrt þeim báðum í langan tíma.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Leiðarinn endar svo svona: „Von­andi er að verða breyt­ing á viðhorfi hjá þeim sem fara fyr­ir þess­um mála­flokk­um hjá hinu op­in­bera og er boðað frum­varp dóms­málaráðherra til marks um að svo sé. Með því er ætl­un­in að lög­regl­an fái aukn­ar heim­ild­ir til að tak­ast á við skipu­lagða glæp­a­starf­semi, sem er löngu tíma­bært. Um leið er nauðsyn­legt að lög­regl­an hafi bol­magn til að sinna aukn­um verk­efn­um og það verður ekki nema með fjölg­un lög­reglu­manna og þar með aukn­um fjár­fram­lög­um. Alþing­is­menn hljóta að sinna þessu, enda geta þeir ekki vikið sér und­an þeirri skyldu að búa svo um hnúta að hér verði hægt að halda uppi lög­um og reglu og tryggja ör­yggi al­menn­ings.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: