- Advertisement -

Rækjusalat á 3.600 krónur

Að vera á fyrsta degi á Íslandi eftir nokkurra vikna dvöl á Spáni er erfitt. Verðlagið hér er ótrúlega vont og meiðandi.

Til morgunverðar keypti ég meðal annars rækjusalat, sem var reyndar stimplað inn sem túnfisksalat, og kílóverðið er 3.600 krónur. Það er fyrir örfáar rækjur, sólblómaolíu, egg, sykur, salt, krydd, sýru (E260), rotvarnarefni (E211), sinnep og kryddblöndu.

Svo má geta þess að eitt niðursneitt brauð kostaði 800 krónur. Sagt og skrifað.

Verðlagið hér, eða okrið réttara sagt, er óþolandi. Þetta er ekki grófasta dæmi sem hægt er að finna. Bara það nýjasta.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: