- Advertisement -

Réttur farþega verður stóraukinn

- ferðir sem fólk setur sjálft saman á netinu mun njóta verndar á við pakkaferðir ferðaskrifstofa og flugfélaga.

Ný tilskipun Evrópusambandsins um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun hefur verið sett og mun koma til framkvæmda 1. júlí 2018. Megintilgangur tilskipunarinnar er að tryggja hag þeirra sem kaupa pakkaferðir eða ferðir sem settar eru saman fyrir tilstuðlan seljanda.

Þar sem netið hefur gjörbylt möguleikum ferðamanna á að setja saman eigin ferðir verða gerðar breytingar. Þær ferðir falla hins vegar utan við þá vernd sem gildandi löggjöf veitir ferðamönnum. Með tilskipuninni er gildissvið gildandi löggjafar útvíkkað annars vegar með útvíkkun hugtaksins pakkaferð og hins vegar með því að nú mun hún einnig taka til samsetningar ferða á netinu sem kallast „samtengd ferðatilhögun“.

Ekki bara við gjaldþrot

Með tilskipuninni er tryggingarskyldan útvíkkuð frá því sem nú er, annars vegar með breyttri skilgreiningu á pakkaferð og hins vegar með tilkomu samtengdrar ferðatilhögunar. Þá felur tilskipunin það í sér að reynt getur á trygginguna í tilfelli ógjaldfærni en einskorðast ekki við gjaldþrot eins og áður var. Tryggt skal að ferðamaður fái fulla endurgreiðslu þess fjár sem hann hefur greitt vegna ferðar sem enn er ófarin og til flutnings heim úr ferð vegna ógjaldfærni eða rekstrarstöðvunar.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Nýmæli er að aðildarríkin skulu viðurkenna tryggingarkerfi hvers annars og skulu þau vinna saman á sviði stjórnsýslu og eftirlits með tryggingarskyldum aðilum aðildarríkjanna. Einnig er aðildarríkjunum veitt svigrúm til þess að gera skipuleggjendum utan EES-svæðisins sem selja og bjóða til sölu pakkaferðir í aðildarríkjunum eða beina starfsemi sinni að þeim, skylt að leggja fram ábyrgðir.

Verðhækkunum sett þrengri skorður

Eftir sem áður verður seljanda eingöngu heimilt að gera breytingar á verði ferðar ef breytingarnar stafa af hækkun eldsneytisgjalds, skattabreytingum eða gengisbreytingum og að fram hafi komið í samningi að til slíkra breytinga geti komið. Óheimilt er að gera verðbreytingar síðustu 20 daga fyrir brottför. Nýmæli er að ferðamaður skal með sama hætti eiga rétt til lækkunar á verði ef verðlækkanir eiga sér stað á umræddum kostnaðarliðum. Þá er nú sérstaklega kveðið á um það að ef verðhækkanir fara fram yfir 8% hækkun á heildarverði pakkaferðar/samtengdrar ferðatilhögunar skal ferðamaður eiga rétt á að rifta samningi sér að kostnaðarlausu og fá fulla endurgreiðslu.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: