- Advertisement -

Reykjavíkurborg er haldið í heimatilbúinni kreppu

Reykjavík:

Nýtilkomin hlutdeildarlán ríkisins, sem er langbesta úrræðið sem komið hefur fram síðustu áratugi, nýtast lítt ungu fólki í Reykjavík.

Fasteignaverð í Reykjavík hefur hækkað gríðarlega á undanförnum misserum vegna hækkunar fasteignaverðs. Reykjavíkurborg er haldið í heimatilbúinni kreppu vegna lóðaskorts. Það er sannað að þétting byggðar í grónum hverfum er mun kostnaðarsamari en að byggja íbúðahúsnæði á nýjum reitum. Þessar staðreyndir endurspegla ástandið í Reykjavík í dag og þær íbúðir sem koma í sölu hafa mjög hátt fermetraverð.

Þannig talaði Vigdís Hauksdóttir á borgarstjórnarfundi:

Það leiðir til þess að ungt fólk á mjög erfitt með að eignast sína fyrstu íbúð. Nýtilkomin hlutdeildarlán ríkisins, sem er langbesta úrræðið sem komið hefur fram síðustu áratugi, nýtast lítt ungu fólki í Reykjavík því gríðarlegur skortur er á hagkvæmum íbúðum sem falla undir úrræðið vegna þéttingarstefnunnar. Borgin og ríkið eru því að ganga í sitthvora áttina. Enginn vilji virðist vera hjá borgarstjóra og meirihlutanum að fjölga úrræðum í borginni fyrir venjulegt fólk sem vill komast af leigumarkaði og í sitt eigið húsnæði. Þar með er borgin að bregðast skyldum sínum sem höfuðborg.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: