- Advertisement -

Reykvíkingar borga hæstu veiðigjöldin

Mesti skuldaafslátturinn fór í Snæfellsbæ. Útgerðir í Suðurkjördæmi borgar mest kjördæma. Þar er einnig mestu skuldafslátturinn.

Guðjón Brjánsson spurði Kristján Þór Júlíusson um veiðigjöld.

Guðjón Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar spurði Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra tveggja spurninga.

Hver er heildarfjárhæð innheimtra veiðigjalda samkvæmt lögum um veiðigjald, fiskveiðiárið 2015/2016? Svar óskast sundurliðað eftir heimilisfesti ætlaðra greiðenda, þ.e. eftir sveitarfélögum annars vegar og kjördæmum hins vegar.

Og svo, hver var heildarfjárhæð lækkana vegna vaxtakostnaðar við kaup á aflahlutdeildum samkvæmt ákvæði til bráðabirgða í lögum um veiðigjald fiskveiðiárið 2015/2016?

Þú gætir haft áhuga á þessum

Í ljós kom að reykvískar útgerðuir borguðu mest, eða tæplega hálf annan milljarð, næst komu útgerðir í Vestmannaeyjum, með rúman milljarð og síðan í Fjarðabyggð, með 927 milljónir.

Útgerðir í Snæfellsbæ fengu mestan afslátt vegna skuldsetninga við kvótakaup, eða um 170 milljónir. Garðurinn kemur næstur með tæpar 120 milljónir.

Hér má lesa svar ráðherra til Guðjóns.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: