- Advertisement -

Ríkið borgar þrátt fyrir að samningur við sérfræðilækna sé að baki

Samningar Sjúkratrygginga og sérfræðilækna rennur sitt skeið um áramótin. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur aflétt óvissu vegna greiðslu sjúklinga þegar samningurinn verður að baki með reglugerð um endurgreiðslu kostnaðar vegna þjónustu sjálfstætt starfandi sérgreinalækna sem starfa án samnings við Sjúkratryggingar Íslands.

„Læknafélag Reykjavíkur og Sjúkratryggingar Íslands vilja koma á framfæri að þó að ekki hafi náðst að framlengja rammasamningi um þjónustu sérgreinalækna nú um áramótin þá er það sameiginlegur vilji beggja aðila að það ástand sem skapast 1. janúar n.k. komi ekki niður á notendum þjónustunnar. Samninganefndir aðila hafa átt í nánum viðræðum og hafa báðir aðilar lýst yfir fullum vilja til framhalds þeirra viðræðna strax í byrjun árs 2019. Sjúkratryggingar Íslands munu gefa út endurgreiðslugjaldskrá sem unnið verður eftir þar til annað er ákveðið.“

Reglugerðin gildir frá 1. janúar til 31. mars 2019.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: