- Advertisement -

Ríkið borgi öryrkjum eða lýsi sig gjaldþrota

Greiðslur til öryrkja eiga sér stoð í lögum.

Ragnar Önundarson skrifar:

Félagsmálaráðuneytið hefur komist að þeirri niðurstöðu að endurgreiða eigi öryrkjum með skert búsetuhlutfall vegna búsetu í öðrum EES-löndum. Vegna reglna um fyrningu muni þær ná fjögur ár aftur í tímann og gætu numið rúmum tveimur milljörðum króna. Hér þarf að staldra við.

Ríkið fer með löggjafarvaldið. Greiðslur til öryrkja eiga sér stoð í lögum. Þeim lögum hefur ekki verið breytt. Það kemur MJÖG á óvart að hið opinbera reyni að skjóta sér undan lögbundnum greiðslum með vísan til almennra fyrningarreglna. Þær eru þannig að krafa fyrnist á fjórum árum frá þeim tíma sem vitneskja verður um kröfuna.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Framkvæmd Tryggingarstofnunar var röng, þó lögbundin væri. Öryrkjar eru sá hópur sem síst getur aflað sér aðstoðar lögmanna og annarra sérfróðra, vegna mikils kostnaðar. Það er því ósanngjarnt og ósiðlegt að ríkið ætli sér að komast undan lögbundnum greiðslum, draga sér fé, með vísan til almennra fyrningarreglna.

Ég er ekki löglærður, en held því að auki fram að vegna þess að skuldarinn, ríkið, fer sjálfur með löggjafarvaldið, geti fyrningarfrestur ekki byrjað að líða fyrr en lögunum hefur verið breytt. Ríkið á að borga skuldir sínar eða lýsa sig gjaldþrota ella.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: