- Advertisement -

Ríkiseignum er ennþá stolið í stórum stíl

Þorvaldur Gylfason skrifaði:

Dúman við Austurvöll heldur áfram að delera. Það verður varla hátt á þeim risið þegar skýrsla fv. ríkisendurskoðanda verður birt — sem hún verður. Kjarni málsins er augljós: ríkiseignum er ennþá stolið í stórum stíl líkt og fyrir hrun og það verður auðvitað allt saman dregið fram í dagsljósið eins og gert var í Rússlandi. Allir fjölmiðlarnir nema Morgunblaðið eru staðráðnir í að fletta ofan af gripdeildunum. Þeim mun takast það. Staða þeirra væri að vísu sterkari ef nýja stjórnarskráin með sínu upplýsingafrelsisákvæði væri orðin að landslögum, en það skiptir þó ekki sköpum nú. (Fyndnast þykir mér að einn nv. dómari í Hæstarétti sat í stjórn Leyndarhvols.)


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: