- Advertisement -

Ríkisstjórnin beitir öryrkja kúgunum

Gunnar Smári skrifar:

Ríkisstjórnin beitir öryrkja alls kyns kúgun til að þröngva upp á þá einni af kennisetningum nýfrjálshyggjunnar, starfsgetumati í stað örorkumats. Öryrkjabandalagið hefur háð hetjulega baráttu gegn þessu niðurbroti velferðar en fengið lítinn stuðning, sem sést t.d. á því að þótt ráðherrar ríkisstjórnarinnar skreyti sig með ýmsum mannúðarfrösum þá blessa þeir linnulausar árásir fjármálaráðuneytisins og áróðursmaskína auðvaldsins á öryrkja, fátækasta fólk landsins. Hér fer Eiríkur Smith yfir reynslu Norðmanna af starfsgetumatinu, en Noregur átti að vera það land þar sem það hafði valdið minnstum skaða. Í Bretlandi, þangað sem Sjálfstæðisflokkurinn sækir andlega leiðsögn til Íhaldsflokksins, hefur starfsgetumatið kippt fótunum undan þúsundum, steypt fólki í bjargarleysi og sára fátækt, hrakið fólk út úr hinu skipulagða félagslega öryggiskerfi og út á götuna, út úr samfélaginu.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: