- Advertisement -

Ríkisstjórnin dregur tennurnar úr eftirlitsstofnunum

Oddný Harðardóttir var gagnrýnin á verk ríkisstjórnarinnar. Hún sagði ríkisstjórnina setja krafta sína í að; „…draga tennurnar úr eftirlitsstofnunum, mikilvægum eftirlitsstofnunum, sem gæta hag almennings og rugla í utanumhaldi um nýsköpun, akkúrat á þeim tíma þegar við þurfum mest á því að halda að stjórnsýslan og umgjörðin í kringum nýsköpunina sé styrk.“ 

„Síðan kemur að Neytendastofu, eins og ég sagði frá hér fyrr í ræðu minni. Helsta markmið með þeim gjörningi öllum var að fækka ríkisstofnunum. Það var ekki hagur almennings, hagur neytenda, heldur að fækka ríkisstofnunum,“ sagði Oddný og bærri við: 

„Neytendastofa sér um eftirlit sem varðar hag okkar neytenda og í stað þess að tína út úr stofnuninni og draga úr henni tennurnar ætti auðvitað að setja kraft í að móta stefnu í málefnum neytenda á Íslandi, kallað hefur verið eftir slíkri stefnu í áraraðir. En hagur almennings, hagur neytenda, er ekki undir þegar hæstv. ríkisstjórn er að vinna sín verk heldur er það sparnaður. Þau vilja geta sagt: Við erum búin að fækka ríkisstofnunum um svo og svo margar og telja það vera eitthvert stórkostlegt afrek. Mér finnst vera meira afrek að setja sterkar stoðir undir hag almennings og neytenda í landinu, en það er sem sagt ekki á stefnuskrá þessarar ríkisstjórnar.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: