- Advertisement -

„Ríkisstjórnin mætti horfa aðeins í eigin barm“

„Mér fannst einmitt einkennandi á síðasta kjörtímabili hvað ríkisstjórnin var tilbúin að aðstoða vinnuveitendur en lítið tilbúin að aðstoða þá sem komu hvað verst út úr kreppunni. Ég sé ekki merki þess að það sé að breytast. Á síðasta kjörtímabili var fyrirtækjum borgað fyrir að reka fólk. Þau fengu líka borgað fyrir að halda fólki í hlutastarfi, sem reyndist sem betur fer vel, en að fara svo í það, eftir að hafa borgað fyrirtækjum fyrir að halda fólki í vinnu, að borga fyrirtækjum fyrir að reka fólk er einhver furðulegasta sýn í stjórnmálum sem ég hef upplifað og auðvitað mjög ómanneskjuleg,“ sagði Þórhildur Sunna meðal annars í ræðu sinni um fjárlagafrumvarpiðþ

„Við horfum upp á það í upphafi kjörtímabilsins að sitjandi ríkisstjórn ætlar sér greinilega ekki sérlega farsælt samstarf við stjórnarandstöðuna þrátt fyrir augljósan vilja okkar til samráðs og samstarfs. Við sjáum það skýrt á því hvernig meiri hlutinn beitir meirihlutavaldi sínu til að taka aukinn meiri hluta í nefndum þingsins. Við sjáum það skýrt á því að meiri hlutinn afturkallar formennsku stjórnarandstöðunnar vegna þess að samstarfið gekk svo illa á síðasta kjörtímabili. Ég held að ríkisstjórnin mætti horfa aðeins í eigin barm og hugsa um hvernig hún var til samstarfs á síðasta kjörtímabili þegar hún tók sig til og lokaði frumkvæðisathugun sem stjórnarandstaðan setti af stað með einfaldri bókun. Þá sýndi það ágætlega á spilin og hversu mikla virðingu þau báru fyrir þingræðinu sem ég held að útskýri að vissu leyti þessa framkvæmd að koma með fjárlögin allt of seint, að senda þau út til umsagnar án þess að hafa fjárlaganefnd einu sinni með í ráðum, að ætla okkur svona stuttan tíma til að afgreiða þau. Ég meina, þetta var vitað, virðulegi forseti, löngu fyrir kosningar. Sama hvað þá myndi gefist allt of lítill tími til að afgreiða fjárlög, sama hversu hratt gengi að mynda nýja ríkisstjórn, burt séð frá þessu klúðri í Norðvesturkjördæmi og því að meiri hlutinn þurfti að taka að sér, hvað var það, níu vikur í að ákveða að gera ekki neitt í því, algerlega burt séð frá því þá var það fyrirséð að við hefðum allt of lítinn tíma til að afgreiða fjárlög.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: