- Advertisement -

Ríkisstjórnin og fjölmiðlarnir

Ekkert er að finna um framhald styrkja til fjölmiðla í fjárlagafrumvarpinu. Auðvitað ekki. Þegar ákveðið var að styrkja fjölmiðla aðeins einu sinni var augljóst hver hugsunin var. Þeim er ætlað að hafa fyrir að fá peninga aftur. Þannig eru þeir háðir góðvild stjórnmálanna.

Meiri mannsbragur hefði verið á ef styrkirnir hefðu verið samþykkt til nokkurra ára í senn.

Svo er annað mál hvort peningunum hafi verið vel varið og hvort þeir hafi haft mikið að segja til að bæta stöðu fjölmiðla. Obbinn fór til þriggja stóra fjölmiðla. Í einum þeirra er enn í dag verið að syrja úrslitin i forsetakosningunum í Bandaríkjunum.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: