- Advertisement -

Ríkisstjórnin og hennar 300 nefndir

Jú, stofna nefnd­ir, hægri-vinstri, til að kom­ast hjá því að þurfa að taka ákv­arðanir.

„Stjórn­mála­flokk­arn­ir á Alþingi eru all­ir sam­mála um eitt mál, sem er sí­vax­andi fram­lög úr rík­is­sjóði til stjórn­mála­flokk­anna óháð stöðu rík­is­sjóðs á hverj­um tíma. Þessi fjár­aust­ur til stjórn­mála­flokk­anna er gerður á þeim for­send­um að styðja við lýðræðis­lega umræðu í þjóðfé­lag­inu,“ skrifar Gunnar I. Birgisson í Mogga dagsins í dag.

„Stjórn­mála­flokk­arn­ir eru greini­lega hætt­ir við að fjár­magna sig með fram­lög­um frá flokks­mönn­um og fyr­ir­tækj­um. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hafði mikla sér­stöðu þar sem byggt var upp öfl­ugt styrkt­ar­manna­kerfi sem fjár­magnaði starf­semi flokks­ins að miklu leyti. Í dag er staðan sú að þetta fyr­ir­komu­lag er nán­ast liðið und­ir lok. Aft­ur á móti hafa vinstri flokk­arn­ir aldrei haft nennu eða getu til að safna fé til rekst­urs utan gömlu komm­anna í Alþýðubanda­lag­inu sem skildu þetta. Þá má einnig nefna að sveit­ar­fé­lög­in láta fjár­muni renna til stjórn­mála­flokk­anna,“ skrifar Gunnar I. Birgisson.

Gunnar heldur áfram: „Þrátt fyr­ir þessa veg­legu fjár­hagsaðstoð frá skatt­greiðend­um, yfir 700 millj­ón­ir króna, auk fjölda aðstoðarmanna, er erfitt að sjá að þetta hafi haft í för með sér aukna skil­virkni. Flest­ir stjórn­mála­flokk­anna leita nú inn á miðjuna og troða þar mar­vaðann. Ein­staka þing­menn hafa þó ekki gleymt á hvaða gild­um flokk­ar þeirra voru stofnaðir og nokkr­ir þeirra viðhalda virku sam­bandi við kjós­end­ur, sem ekki er til vin­sælda fallið hjá miðjumoðsfólkinu.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Staðan er grafal­var­leg.

Gunnar stingur víðar: „Annað sem vek­ur at­hygli er ákv­arðana­töku­fælni stjórn­mála­manna. En hvað gera menn þá? Jú, stofna nefnd­ir, hægri-vinstri, til að kom­ast hjá því að þurfa að taka ákv­arðanir. Nær þrjú hundruð nefnd­ir hafa verið sett­ar á lagg­irn­ar af yf­ir­völd­um og Alþingi á þessu kjör­tíma­bili. Með þessu lagi velt­ur stjórn­kerfið ein­hvern veg­in áfram út og suður, aust­ur eða vest­ur, áfram eða aft­ur á bak. Emb­ætt­is­manna­kerfið ræður því för og stjórn­mála­menn­irn­ir láta þetta sér vel líka.“

Og  hvað segir Gunnar svo um afleiðingar af þessari stöðu: „Þessi staða er grafal­var­leg og ef fram held­ur sem horf­ir mun þetta enda með skelf­ingu. Í alþing­is­kosn­ing­un­um á næsta ári verður mögu­leiki fyr­ir kjós­end­ur að veita þeim fram­bjóðend­um braut­ar­gengi, sem hafa kjark til að tjá sig og fara eft­ir grunn­gild­um síns flokks.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: