- Advertisement -

Ríkisstjórnin sem höfuðlaus her

Segir vogunarsjóði óttast umræðuna sem og Miðflokkinn.

Birgir Þórarinsson.
„Hvað þýðir það? Jú, þar með staðfestu þeir það sem Miðflokkurinn sagði allan tímann að þeir ætluðu að selja Valitor um leið og þeir væru búnir að ná bréfum ríkisins á undirverði.“

„Vogunarsjóðirnir munu bíða færis, þeir munu bíða þess að storminn lægi, þeir munu greiða út arð og þeir munu selja Valitor. Þökk sé ríkisstjórninni sem var eins og höfuðlaus her í þessari baráttu og gaf frá sér eina vopnið sem þeir áttu, hlutabréf ríkisins,“ sagði Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, á Alþingi fyrir skömmu.

Tilefnið var Arionbanki. „Aðalfundur Arion banka var haldinn í síðustu viku. Tvennt athyglisvert gerðist á þeim fundi. Í fyrsta lagi var tekin ákvörðun um að greiða ekki út arð. Í öðru lagi kom fram að bankinn væri hættur við að selja Valitor úr samstæðunni; ég endurtek, hættur við. Hvað þýðir það? Jú, þar með staðfestu þeir það sem Miðflokkurinn sagði allan tímann að þeir ætluðu að selja Valitor um leið og þeir væru búnir að ná bréfum ríkisins á undirverði,“ sagði þingmaðurinn.

Hann sagði þetta mikil tíðindi. „Fyrir þessu er bara ein ástæða. Ótti stjórnenda bankans við þá umræðu sem hefur farið fram hér í þingsal, barátta Miðflokksins í málefnum Arion banka og ótti við flótta viðskiptamanna úr bankanum. Miðflokkurinn dró upp skýra mynd af áformum vogunarsjóða um að véla með eignir bankans til að hámarka eigin gróða og sjá til þess að ríkissjóður fengi sem minnst. Miðflokkurinn benti einnig á leiðir sem hægt væri að fara til þess að koma í veg fyrir að bréf ríkisins í bankanum yrðu seld á undirverði. Á það var ekki hlustað.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: